Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 63
LEGSTEINAR 1 REYKHOLTSKIRKJUGARÐI
67
1. Steinn Jóns Pálssonar, bónda á BreióabólstöSum í Reykholtsdal.
Sá legsteinn, sem næstur liggur kirkjunni, er 41x81 sm að stærð,
dálítið ávalur að ofan. Brotið er upp úr honum allvíða, og verður
áletrunin ekki lesin til fulls, en þó má víðast hvar ráða í eyðurnar.
Letrið er með latneskum upphafsstöfum:
H...... H.....
JÓN PÁLSSON
[F]ÆDDUR [18] 21
KVÆNTr SIGRIÐI. ÞOR
STEINS DÓTTIR . 1855
ÁTTU 12 B0RN . DÓ 1879 ..
HANS DAGSVERK VAr
MEÐ DIGD UNNIÐ
SIRGIR EKKIANN
SÓMA SKREITTANN
TRÚFASTAN MANVIN
TRAUSTAN [FÖRUN]AUT
ER GUÐRÆKIN GR[IÐA]
STAÐ ÞR[EYÐI]
EIMÐ MANSINS
EKKI HAN [....] AUÐIN LEIÐ
I HIMNARANN. ..
Aths. Neðstu línurnar eru urnar og torlesnar.
2. Steinn Þorsteins Þiðrikssonar, bónda á Hurðarbaki.
Næsti steinn er 52,5—53 X 108,5 sm að stærð. Hann er lítt skemmd-
ur, en þó orðinn nokkuð urinn að ofan, og á einum stað er flísað úr
honum. Brúnir eru strikaðar og í þær höggnar eins konar fer-
skeyttar tennur. Áletrunin er með latneskum upphafsstöfum nema
neðsta línan, sem er með skrifletri:
HÉR HVÍLIR HOLD
HEIÐURS BÓNDANS
ÞORSTEINS ÞIÐRIKS SONR
HAN VAR FÆDDUR 1791