Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 68
72
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
5. Steinn Hannesar Jónssonar, bónda á Steindórsstöðum,
og konu hans Ástríðar Steinsdóttur.
Suðvestur af fjórða steininum er steinn, 50,5x96,5 sm að stærð,
úr Húsafellssteini sem og hinir fyrrnefndu. Hann er óskemmdur að
kalla, og eru brúnirnar með fallegum strikum og áletrunin með lat-
neskum upphafsstöfum (fyrri hlutinn) og skrifletri (seinni hlutinn):
HIER ERU LEIDDAR DAUDLEGAR
LEFAr ÐÁNU MANSINS
HANESAR . BONDA JONS . SONAR
HAN VR . FÆÐUr Aíl 1767 . GIFTUR
1801 . EN DEIDI 1843 . . og ThEIRAR
DIGDUM . PRIDDU KONU HANS
ASTRIDAR STEINS . DOTTuR
FÆDDRAR 1776 . GIFTRAr 1801
DAUDRAR 1835
Bejtu Foreldra Barna Tveggja
Þau Woru Rád/vin og Rádholl.
Winafo/t. og Wina V0nd
Trúrækin og Treijtu Drottni
Hialpar . fu J . Wid Hjalpþurfandi
hreinhiortud þau heiminn kvoddu
I Himnajælu Upp þau /kiera
Heitih Laún af himna Kongi. .
Eg vil Opna ýdar grafer Jeir Chr. og eg vil
Út leida ydur mitt fólk af þm. etc. C3Ch37
So Mintujt Jirgjandi Jna foreldra
Páll . . z Á Jtridur. .
Aths. 1 6. línu er PRIDDU með stórum skrifstöfum, en skrifietrið
er annars frá og með Bejtu Foreldra. . . í 5. línu er —z fyrir
ofan .. og
6. Steinn Guðrúnar Guðmundsdóttur, húsfreyju
á Búrfelli í Hálsasveit.
Suðvestur frá kirkjunni eru átta steinar, sex úr rauðum Húsa-
fellssteini en tveir úr grágrýti. Sá sem fjærstur er kirkjunni liggur