Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 73
LEGSTEINAR 1 RE YKHOLTSKIRK JU G ARÐI
77
Aths. Þeir sem steininn settu eru séra Þórður Þ. Jónassen í Reyk-
holti, Kolbeinn hreppstjóri Árnason á Hofstöðum í Hálsasveit og
Magnús bóndi Jónsson á Vilmundarstöðum.
10. Steinn Jóns Kristjánssonar, hreppsstjóra á Kjalvararstööum.
Næstu tveir legsteinarnir, hinn 10. og 11., eru nær kirkjunni og
báðir mjög brotnir og vantar sum brotin. Þeir eru úr rauðum sand-
steini. Hinn fyrri er 40,5x90,5 sm með bárubekk umhverfis, svo
sem er á nr. 3, 4, 8 og 9. Áletrunin er !með stórum og fallegum latínu-
stöfum og er á þessa leið:
HER HVlLIR
JÓN HREPPSt
KRISTJÁNS SON
FÆDDU[R]
5 AUGUST 1800
GIPTUR
[1] JÚLÍ 18 [28]
KRISTÍNU
EYNARS DÓTTIR
DÁIN 1859
26 FEBRUAR
1876
Aths. Ártalið neðst er óljóst og líklega sett síðar á steininn.
11. Steinn Jóns Jónssonar, bónda í Deildartungu,
og konu hans Helgu Jónsdóttur.
Hinn steinninn, sá ellefti, er 50 sm breiður, en um upphaflega
lengd er ekki hægt að segja, því að mikið vantar nú neðan á hann.
Ofan við áletrunina, sem er með latínuletri, er bárubekkur svipaður
og áður er lýst, en til hliðar eru strik. Þetta er unnt að lesa af
graf skriftinni:
HÉR HVÍLA HEIÐURS HIÓN
BÓND/AW . JÓN JÓNS SON.
FÆDDUR 1826. GIFTUR 1852