Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 77
LegSteinar í reykholtskirkjugarðí
81
Vor framlidni vinz hiartakiær,
mining þín i mihum o/s /k
al vaka, medan búum
hér á landi klaka, z medn
Jord úmm moldir þínr grær.
J’vo mintist vinr /ins J. .. . Pr. J:/ :
Aths. Steininn hefur sett séra Jónas Jónasson prestur í Reykholti.
15. Steinn Oddgeirs Ólafssonar, bónda i Slcógum í Flókadal.
Tveir síðustu legsteinarnir úr Húsafellssteini í Reykholtskirkj u-
garði eru í suðurhluta kirkjugarðsins nærri suðurveggnum. Þeir eru
báðir úr rauða sandsteininum, og er hinn fyrri 47 X 86 sm að stærð
og með bárubekk á brúnum (sbr. nr. 3, 4, 8, 9 og 10). Hann er nokk-
uð brotinn neðst og vantar parta í hann þar, en þó má ráða í eyðurn-
ar. Áletrunin er með latínuletri.
[H]ÉR HVÍLIR BÓNDlft
ODDGEIR ÓLAFS SON
FÆDDUR 1825 GIFTUR
1871 HELGU . ÞORGILS
DÓTTr HáN DÓ 1881.
HVILIR NÚ HÆTTU FRÍ
HOLD LAUST UID KVILLA B0ND
EN HIMNADIRD HAFlN I
HANS ER DIRKEIPTA 0ND
AF EINGLA SKIÆRUM SKARA
ER HÚN NÚ FLUTT Á LIÓS
S1N[S] L0ND...
STEINI [N L]IET IFIR SIN
[K]IÆRA [EKT]A MAKA
[H]ELGA [Þ0R]G1LSDÓTTZ
16. Steinn Þorleifs SigurÖssonar, bónda á Kópareykjum,
og konu hans Margrétar Gunnarsdóttur.
Síðasti legsteinninn er 39,5x91,5 sm, bogadreginn fyrir endana
og er blómflétta efst til skrauts (sbr. nr. 3). Nokkuð er brotið úr
steininum vinstra megin. Letrið er latínuletur:
6