Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 78
82
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
HÉR ER LEGSTAÐR
HEIÐURS HJÓNA
[Þ] ÓRLEIFS BÓNDA
SIGURÐS SONAR
OG MARGRÉTAR
[G]UNARS DÓTTIR
[H]AN VAR. FÆDDR 1775
HÚN VAR FÆDD 1774
GIFTUST 1801
ÁTTU 3 BÖRN
HAN DEIÐI 1847
HÚN DEIÐI 1816
ASTVINIR HUGGA
SIG ORÐ VIÐ DROTTIN8
JÓH. 11. 11.
Þá eru upp taldir legsteinar af þessari gerð í Reykholtskirkju-
garði. Þeir bera ýmis sameiginleg einkenni, en ofskammt hefur
þó athugun þessi náð til þess að unnt sé að draga ályktanir um höf-
und hvers steins fyrir sig. Einungis þrír þeirra eru með höfundar-
marki, nr. 4, sem er eftir Jakob Snorrason, nr. 7, sem er eftir Gísla
Jakobsson og nr. 12, sem er eftir Jakob Snorrason. Vafalaust eru
einhverjir hinna steinanna eftir Þorstein Jakobsson, þótt þeir verði
ekki að sinni ákvarðaðir. Hann hefur, að því er Kristleifur Þorsteins-
son segir í Héraðssögu Borgarfjarðar I, bls. 402, höggvið letrið á
legstein sr. Þorsteins Helgasonar, sem er stór steinn sem næst í
miðjum eldra hluta kirkjugarðsins, og var norðan dyra kirkju þeirr-
ar, er rifin var 1887. Á honum stendur með mjög bundnu rúnaletri:
H H
THORSTEIRN PRESTR
HELGA SON
DO 1839 33 A
Líklegt má telja, að steinninn nr. 2 sé eftir Gísla, því að brúnirnar
á honum eru af sömu gerð og á nr. 7. Vafasamt er þó að svo stöddu
að draga of djarfar ályktanir af þessu tagi, því hér er um að ræða
handverk, sem ekki hefur þurft að breytast stílfræðilega við að erf-
ast frá föður til sona. Þessir legsteinar eru afsprengi heimilisiðju,