Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Síða 80
84
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSlNS
mundur smíðaði rokka, Björn smíðaði gull og silfur, Eiríkur smíð-
aði drifna hellusöðla, Snorri batt inn bækur og faðir minn, sem var
yngstur allra systkina sinna, var með föður sínum bæði við leg-
steinasmíði og járnsmíðar. Við jarðabótum og garðrækt var aftur
á móti ekki mikið hreyft.“
Enníremur segir Kristleifur í Héraðssögu Borgarfjarðar I, bls.
233: „I Selgili [sem er nokkru framan við Húsafell] var grátt grjót;
af því voru gerðir ýmsir hlutir, einkum legsteinar. í Bæjargili eru
margar teg. af grjóti, sem úr var smíðað. Dökkrautt grjót var
þar á tveim stöðum, sem mikið var notað í legsteina, sem faðir minn
smíðaði þá mikið eftir pöntunum úr ýmsum áttum.“
Sennilega er nú lítið til af steinsffníðaverkum Húsafellsmanna ann-
að en legsteinarnir. Þó er enn til á Húsafelli allstórt ker úr sand-
steini, sem sagt er gert af Jakobi Snorrasjmi. Það mun vera annað
þeirra, sem Kristleifur Þorsteinsson getur um í Úr byggðum Borg-
arfjarðar (I), bls. 29, og segir að staðið hafi í bæjardyrum á Húsa-
íelli og verið haft undir ljósmat.
íslendingar hafa á umliðnum öldum lítið fengizt við steinsmíðar,
og hefur verið reynt að skýra það á ýmsa vegu, hvers vegna sú list-
eða iðngrein hefur þróazt svo lítt hér á landi. En þessi handaverk
Húsafellsmanna sýna þó glöggt, að til hafa verið menn, sem lögðu
út á lítt troðnar brautir í þeim efnujn með þeim ágæta árangri, sem
raun ber vitni.