Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 81

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 81
BJÖRN GUÐMUNDSSON, Lóni SVEINUNGI SVEINUNGASON [Árið 1936 hefur ungfrú Guðrún Bíldfell í Winnipeg skrifað Matthiasi Þórðar- syni þjóðminjaverði og sent honum nokkrar myndir eftir Sveinunga Sveinunga- son í Lóni í Kelduhverfi ásamt nokkrum upplýsingum um hann og bréfum honum viðkomandi. Matthías þakkar þetta bréf og myndirnar í bréfi dags. 5. nóv. 1936, og endursendir bréfin viðkomandi Sveinunga að ósk Guðrúnar, en því miður finnst nú ekki bréf hennar i bréfasöfnum Þjóðminjasafnsins. Myndirnar eru nú í Lista- safni Islands, nr. 451—458, innfærðar sem gjöf frá systradætrum Sveinunga i Vesturheimi, sbr. viðauka þessarar greinar. Sama dag og Matthías skrifar þakkarbréfið, 5. nóv. 1936, skrifar hann einnig Birni Guðmundssyni, bónda í Lóni í Kelduhverfi, og segir, að Svava Lindal hafi bent sér á, að hann og kona hans mundu geta gefið miklu fyllri upplýsingar um Sveinunga. Biður Matthías Björn að senda sér slíkar upplýsingar, „þótt ekki væri nema ágrip af ævisögu Sveinunga, lýsing á honum og nokkra greinargerð fyrir þvi, sem þér vitið til, að hann hafi málað og teiknað". Björn í Lóni brást vel við þessu og sendi Matthíasi ritgerð þá, sem hér birtist, ásamt bréfi dags. 30. maí 1937, en Matthías þakkar sendinguna í bréfi dags. 16. júlí 1937 og kveður sig langa til að birta ævisöguna á prenti, þótt hann viti ekki hvar eða hvernig það geti orðið. En í bréfinu kemur fram að Matthías hefur hugsað sér framhald á ritum Listvinafélagsins og vafalítið helzt ætlað að birta ævisögu Sveinunga þar. En framhald ritanna kom aldrei, og úr hömlu dróst að rit- gerð Björns birtist, svo prýðileg heimild sem hún þó er um Sveinunga. Þótt seint sé, þykir rétt að birta ritgerðina nú, og fylgja henni nokkrar upplýsingar um verk Sveinunga, þótt sú skrá muni ekki tæmandi. Ekkert meiri háttar verk mun þó ótalið. Björn Guðmundsson, bóndi og hreppsstjóri í Lóni, var fæddur 5. júní 1874, en andaðist 8. nóv. 1954. Til eru greinar eftir hann í ýmsum tímaritum um marg- vísleg efni, ekki sizt náttúrufræðileg.] Ekki þætti mér það neitt undarlegt þó ýmsum þeim er sjá þessa yfirskrift yrði kynlega við, svo fágætt er það nú orðið að menn beri nafn þetta, og því fágætara að það komi fyrir mann fram af manni. — Þó er nafn þetta fornnorrænt að uppruna, sem sjá má af forn- ritum vorum. — Þá er og hitt líka í alla staði eðlilegt að mönnum verði fyrir að spyrja, hvaða maður þetta var, eða hvað hann hefði haft til síns ágætis. í eftirfarandi línum verður gjörð tilraun til að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.