Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 82

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 82
86 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS svara þessum spurningum að nokkru — en þó sennilega litlu — leyti. I. Sveinungi Sveinungason var fæddur 19. ágúst 1840 — (að því er kirkjubókin hermir — sjálfur sagðist hann fæddur 9. ágúst) í Kéldunesi í Kelduhverfi, sonur hjónanna Sveinunga Jónssonar og Sigríðar Kristjánsdóttur. Amma hans, en móðir Sigríðar, var Krist- rún Halldórsdóttir, systir sr. Björns Halldórssonar eldra, prests og prófasts í Garði í Kelduhverfi. — En móðir Sveinunga Jónssonar var dóttir Erlends Magnússonar á Vestara-Landi í Öxarfirði, en móðir hennar var Guðrún Arngrímsdóttir, Runólfssonar (frá Hafrafells- tungu) Einarssonar prests á Skinnastað, Nikulássonar. En kona Runólfs í Hafrafellstungu var Björg Arngrímsdóttir sýslum. Hrólfs- sonar Sigurðssonar sýslumanns, Hrólfssonar sterka, Bjarnasonar. Móðir Bjargar Arngrímsdóttur var Hólmfríður Björnsdóttir Páls- sonar sýslum. Guðbrandssonar biskups á Hólum Þorlákssonar, og er óþarfi að rekja ætt Sveinunga lengra, því hún er auðrakin frá Guð- brandi biskupi allt fram á landnámsöld. Svo virðist sem foreldrar Sveinunga Sveinungasonar hafi verið fremur efnalítil. Dvöldu þau um að minnsta kosti 10 ára skeið í Keldunesi, en eru flutt að Svínadal í sömu sveit árið 1844, en árið 1846 (þ. 3. ág.) dó Sveinungi Jónsson úr „landfarsótt" aðeins 44 ára gamall (f. y 1802). Höfðu þau hjón eignazt 6 börn alls, 5 dætur og 1 son (er bar nafn föður síns?). Létust 2 dæturnar Kristjana og Helga á undan föður sínufn, en hin börnin — Guðrún, Kristrún, Sveinungi og Björg — náðu öll fullorðins aldri. Fóru systurnar allar með börn sín til Ameríku (Kanada), og staðfestist sá ættbogi þar allur, að því er mér er frekast kunnugt. Skipaði að minnsta kosti ein þeirra systra — Kristrún — veglegan sess í sögu Vestur-lslend- inga á frumbýlings-árum þeirra þar; en þar sem um það atriði er nánar ritað í „Landnámssögu Vestur-íslendinga“, er eigi ástæða til að rita frekar um það í þessu sambandi. Svo er að sjá sem heimili Sveinunga Jónssonar hafi sundrazt við lát hans. Er Sveinungi yngri til heimilis í Arnarnesi fardagaárið 1848—49, „efnilegur og heilsugóður" eftir samtíma vitnisburði. Fermdur var hann árið 1855, þá til heimilis í Lóni 1 Kelduhverfi, og fær þá þann vitnisburð hjá sóknarpresti sínum, að hann „kann vel, skilur rétt vel, dável lesandi, skikkanlegur“, og er það góður vitnisburður þegar tekið er tillit til tímans og annarra kringum- stæðna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.