Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 88
92 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS eins og lýst er hér að framan — er mér nær að halda, að hann hafi þar lifað fegurstu stundir lífs síns. En það voru líka mestu og beztu launin, sem hann fékk fyrir starf sitt, því sumar myndirnar gaf hann alveg, en seldi hinar svo vægu verði, að það hefir víst tæpast nægt fyrir efni — liti og léreft. — En í framhýsi þessu málaði hann fjórar altaristöflur með olíulitum, og eru þær í Garðs-, Snartarstaða- og Raufarhafnar-kirkjum í Norður-Þingeyjarsýslu og á Þóroddsstað í Suður-Þingeyjarsýslu. Hér verður eigi farið út í þá sálma að dæma um myndir þessar — til þess skortir mig svo margt. Þó vil ég geta þess, að mér færari menn í þeim efnum hafa talið handbragðið á þeim víðast hvar sæmi- legt og sums staðar gott, og er það — þegar litið er á allar kringum- stæður, þær er lýst er hér að framan — miklu meira en hægt er með sanngirni að ætlast til af manni, sem eins var ástatt fyrir, því út frá því verður að ganga, þegar kveðinn er upp dómur um þessi mál- verk Sveinunga. Og hlýtur eigi hver sanngjarn maður að dást að kjarkinum og framtaksseminni sem kemur fram í því að hefjast handa í þessu efni jafnsíðla ævinnar og Sveinungi gerði og eftir allt það strit, er á undan var gengið ? V. Auk áðurnefndra mynda teiknaði Sveinungi margar smærri mynd- ir ýmist með blýant eða með svartlitum. Voru það einkum myndir af ýmsum mönnum, og er mér nær að halda að þar hafi honum tekist engu síður en við olíumálverkin, enda var þar eigi að fást við erfiða — fyrir hann — litarblöndun. Eru enn til nokkrar þessar myndir hér og þar, en vonandi verður sem flestum þeirra safnað á einn stað, Þjóðminjasafnið, þangað eiga þær að lenda þegar kunningjar Sveinunga, er nú eiga þessar myndir, hafa eigi lengur not þeirra. Það var eins er Sveinungi teiknaði þessar myndir, að stundum var sem heimurinn kringum hann þurrkaðist úr vitund hans. Var það t. d. oft er hann vann að bókbandi, að hann varpaði frá sér verkfærunum, er hann var að vinna með, en greip blýant og tók til að teikna á eitthvert fyrirliggjandi blað, oft — ef ekki var annað fyrir hendi — utan á einhverja bókina, er hann var að binda, ann- aðhvort yzta blaðið eða pappspjaldið; vanalega þá eitthvað er hon- um datt í hug í þann og þann svipinn. Ég sá margar þessar myndir, og má um þær flestar segja, að þær voru eins og frumdrættir að öðru meira, sem þó aldrei komst lengra, þær voru að vissu leyti barn það er ófætt dó — því skyndilega vaknaði gamli maðurinn til veruleik-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.