Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 94

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 94
98 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Þetta sýnir afstöðuna milli bæjar og grafreits. Gröf I var inni í mykjuhústóftinni, sem nú er, eins og uppdráttur sýnir. Hafði sú gröf verið grafin niður á nokkuð stórgerða möl. Gröfin sneri NV-SA, höfuð beinagrindarinnar í NV. Beinagrindin lá á bakinu, hendur niður með síðum, engar kistuleifar, ekkert grjót. Rétt við framhlið mykjuhússins, sdm nú er, var gröf II, hafði sama horf og hin, ekkert grjót, en í þessari gröf sáust lítilfjörlegar tréleifar og járnvottur. 1 þessari gröf var stærsta beinagrindin og lá á hliðinni, sneri andliti til suðvesturs. Gröf III lá þétt upp að gröf II, en um hálfri grafarlengd neðar. Beinagrindin lá á bakinu, hendurnar niður með síðunum, steinum hlaðið reglulega um efri hluta grafar og hella yfir höfði. Eins og áður segir, voru það grafir II og III, sem vart hafði orðið 1934. I þeim þremur gröfum, sem nú hefur verið lýst, var um 90 sm frá grasrót niður að beinagrindunum. Búið var að raska þeim öllum, þegar ég kom á vettvang og láta beinin í kassa, en lýsing á umbún- aði og staðsetningu er hér eftir frásögn sjónarvotta, sem vafalaust er rétt, þar sem mjög stutt var liðið frá því raskið var gert, þar til ég kom á staðinn. Óhreyfð var aðeins gröfin neðst á hólrananum, gröf IV, og rann- sakaði ég hana dagana 6.—7. júní og 12. júní, enda hafði ég orðið að bíða nokkra daga eftir að klaki færi úr jörðu. Gröf IV reyndist vera miklu grynnst, 20—30 sm frá grasrót, en annars var hún eins og hinar, kistulaus og grjótlaus, höfuð lítið eitt hærra en beinagrind- in að öðru leyti, handleggir niður með síðum. Öll beinin frá Jarðbrú voru flutt suður til Reykjavíkur og tók Jón Steffensen þau til rannsóknar. Telur hann öruggt, að beinin séu úr þremur fullorðnum karlmönnum og einni konu (beinin úr gröf IV), en auk þess fann hann nokkur bein úr ungbarni. Helzt er ætlandi, að aldrei hafi fleira fólk verið grafið á þessum stað, því að hvort tveggja var, að allstórt svæði var afhjúpað við húsbyggingarnar, og auk þess gerði ég margar reynslugrafir, en án árangurs. Alls engar húsarústir voru sjáanlegar og ekkert bendir til, að nokkurt hús hafi verið þarna. Þegar á allt er litið, tel ég nú alls engar líkur til að hægt sé að setja þennan beinafund í samband við tiltekinn bardaga, sem frá er sagt í Svarfdæla sögu, eins og ég impraði á í Árbók 1941—1942, löngu áður en síðari beinin komu fram og áður en nokkur rannsókn var gerð á staðnum. Allt bendir til að þetta sé kristinn grafreitur, þar sem bæði karlar, konur og börn voru grafin, í gröfum sem snúa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.