Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Síða 99
KAMBSRÉTT
103
voru seldar á uppboði í næstu rétt. Þannig gekk það allt haustið,
þar til því var breytt við endurskoðun fjallskilareglugjörðarinnar
1911; þá var ákveðið að selja allan óskilafénað í lok hverrar réttar.
Kambsrétt var ekki nema smásýnishorn af Landrétt, sem fjall-
söfnin af Holtamanna- og Landmannaafréttum voru réttuð í. Fjár-
fjöldi, fjölmenni, glaumur og gleði einkenndi þá rétt um langt skeið.
Hið unaðslega landslag og umhverfi átti sinn þátt í, hve marga fýsti
að koma þangað og njóta þeirrar ánægju að dvelja þar eina haust-
nótt í hópi vina og kunningja og skemmta sér við söng og dans.
Auk þeirra, sem komu í Kambsrétt til að hirða kindur, kom þangað
margt af unglingum og fólki, sem ekki gat farið í Landrétt. Þegar
veður var gott, skemmti það sér við söng og dans, þó í smáum stíl
væri. Unglingarnir fóru í ýmsa leiki, og drengirnir áttu það til að
taka buxnatök og glíma og reyna sig í hryggspennu. Þetta myndi
ekki þykja eftirsóttar skemmtanir núna, en þóttu það þá og voru
upplyfting og tilbreyting frá önn dagsins og stritinu heima.
f Kambsrétt hefur ekki verið réttað síðan 1941 vegna sauðfjár-
veikivarnanria, fjárfæðar og breyttra aðstæðna. Útlit er fyrir, að
þetta valdi þáttaskilum á réttarhaldinu þar. Nú eru girðingar komn-
ar milli hreppa hér, og.margar jarðir afgirtar einar sér eða fleiri
saman. Það hindrar rennsli fjárins bæja og byggða á milli, og það