Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 102
KRISTJÁN ELDJÁRN
VATNSSTEINN FRÁ BJARTEYJARSANDI
1 júlímánuði 1960 kom séra Jón M. Guðjónsson á Akranesi í Þjóð-
minjasafnið með vænt brot úr merkilegum steinbolla, sem vafalaust
mun hafa verið ker undir vígt vatn í kaþólskri kirkju.
Eins og kunnugt er, skal standa ker með vígðu vatni við dyr
frammi í kaþólskum kirkjum. Um leið og kirkjugesturinn gengur
inn, dýfir hann fingrum hægri handar í vatnið og gerir síðan kross-
mark um höfuð sér og brjóst. Þannig hreinsar hann sig af sora
heimsins á táknrænan hátt, áður en hann gengur í helgidóminn.
Þessi helgisiður er enn í fullu gildi í kaþólskum löndum. Á miðöld-
um gat vígsluvatnskerið (piscina, lavabo) verið úr málmi eða steini
og stóð ýmist sér á stöpli eins og skírnarsár ellegar að nokkru leyti
greypt inn í vegg með hálfsúlu eða því um líku niður frá,1 og mun
hið síðarnefnda fyrirkomulag einkum hafa verið eðlilegt í steinkirkj-
um.
Vígsluvatnsker hafa vitanlega verið jafnsjálfsögð í íslenzkum
kirkjum og annars staðar í kaþólskum sið. I máldögunum leynast
þau bak við ýmis nöfn svo sem vatnslcer, vatnssteinn, kirlcjubolli,
kirkjusár, vatnssár, vatnsbolli og ef til vill fleiri.2 Ýmsir fræðimenn
hafa talið líklegt, að sumir þeir svonefndu bollasteinar, sem oft
finnast hér á landi, muni hafa verið vatnssteinar eða vígðs vatns
ker,3 og jafnvel virðist sú vitneskja hafa fylgt sumum þeirra í
munnmælum. Bollasteinar þessir eru mjög misjafnlega vandaðir,
og skiljanlega er erfitt úr að skera, til hvers hver einstakur kann
1 H. Otte, Handbuch der kirchlicl en Kunstarchaologie, Leipzig 1883, I, bls. 393.
2 Sbr, Guðbr. Jónsson, Dómkirkjan á Hólum, Safn til sögu íslands V, bls. 355;
F.B. Wallem, De isl. kirkers udstyr i middelalderen, Aarsberetning 1910, bls. 15—17
og 27—28.
3 T. d. Kr. Kálund í Islands topogr. beskrivelse I, bls. 89, 540—541, og II, bls.
154; Sigurður Guðmundsson, Skýrsla um forngripasafn I, bls. 82; Matthías Þórð-
arson, Þjóðminjasafn Islands, Leiðarvísir, bls. 20, 33, einkum þó: Kirkebygninger
og deres udstyr, Nordisk Kultur XXIII, bls. 304.