Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 104
108
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Vigsluvatnssteinn frá Bjarteyjarsandi.
bol skálarinnar, en slær sér mikið út og hækkar eftir því sem ofar
kemur og hefur ugglaust endað þar með myndarlegum hnúð, en þar
er því miður brotið af. Varla er að efa, að á móti þessum hnúð
hefur verið annar eins, og hafa þá verið tvö gagnstæð en mismun-
andi pör upphleyptra „handfanga" höggvin utan á skálina, annað
m.iög rammlega samvaxið stéttinni, en hitt lauslega tengt henni.
„Handföng" þessi hafa skipt bol skálarinnar í fjóra hluta eða reiti,
og takmarkast þeir að neðan þar sem skálin nemur við stéttina,
en að ofan þar sem mótar fyrir ögn þykkara, 4 sm breiðu bandi um-
hverfis skálarbarminn. Neðan í botn stéttarinnar er ferköntuð
hola eða gróp, 3,5 X3,5 sm, 7,5 sm djúp. Upp í hana hefur sýnilega
gengið tappi úr stöplinum eða undirlaginu, sem skálin hefur staðið á.
Verkið er laglegt steinhöggvaraverk, en nú talsvert spillt, bæði
af veðrun og ákomum af manna völdum eftir að gripurinn fannst.
Allur er svipur skálarinnar rómanskur, enda vafalaust að vatns-
steinn þessi er ekki yngri en frá um 1200, en líklegt að hann sé