Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 107
LÆKJARFARVEGUR LAGAÐUR TIL Á 14. ÖLD
111
1 Stafafellsmáldaga frá 1397 (Vilchinsmáldaga, sjá Fornbréfa-
safn IV, 202, segir m. a.: „Item lagðist þangað frá Hnappavallar-
kirkju eftir skipan herra Þórarins biskups vi kúgildi og kúgildis
hross. cc ófríð. kross stór. kaleikur og skrúði slíkur sem þar var.“
Þórarinn Sigurðsson var biskup 1362—1364 og hefir því gjört
þessa skipan eftir gosið 1362. Af henni verður ráðið, að allur lifandi
lcCa’/^pi KCcu*»p u
Lausleg skýringarmynd; þverskuröur af loekjar-
skorningi í Vestrihvammi, meö steinum hlöönum
innan i en klömpum á bökkum báöum megin.
peningur Hnappavallakirkju hefir verið rekinn austur í Lón eftir
gosið (1343(?) á sama kirkja 2 kýr og 18 ær), og er ekki að efa,
að fénaður frá bæjunum í kring hefir fylgt þar með eða a. m. k.
verið rekinn svo langt, að hann náði til haga.
Enginn veit, hvenær Kvískerjabóndinn hefir getað snúið aftur
með sitt fé til að nota sína jörð, en víst er, að hann hefir ekki þurft
að óttast, að kindur færust í lækjarskorningnum í Vestrihvammi eftir
þetta; vikurinn hafði sléttað yfir hann og jafnvel hulið klampana,
en lækurinn tekið sér annan farveg, þar sem hann hefir runnið
síðan.