Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Síða 109
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
113
RÚMFJALIR
1. 71U—1888. Rúmfjöl úr furu. L. 101,5. Br. 16,5. Þ. um 1,4.
2. Dálítið slitin á brúnum, sprungin á einum stað, nokkuð orm-
étin á bakhlið. Brúnbæsuð framan á og á brúnum. 92. mynd.
3. Útskurður á framhlið. Samhverft jurtaskreyti, lágt upphleypt.
I miðju er hjarta með innri útlínum og fjórum ristum bókstöfum.
Fyrir neðan lijartað er sitt hvorum megin lítill uppundinn stöngull,
en fyrir ofan það blaðabikar og út frá honum til beggja hliða tein-
ungar í þremur sveigjum hvor. Stöngullinn breikkar smám saman,
en yfirleitt er hann um 2 sm breiður. Innri útlínur. Þverband aðeins
á einum stað, þar sem sundur greinast fleiri blöð og stönglar. Ann-
92. mynd. '
ars eru stönglarnir skreyttir þríhyrndum sveigðum skipaskurðum,
ferhyrndum skipaskurðum, naglskurði og amáum boglínum. Blöðin
eru oddmjó og sveigð eða tungumynduð. Oftast eru nokkrir blaðflipar
saman og liggja sumpart ofan á stönglinum. Greinin í fyrstu
sveigju endar í rúðustrikaðri kringlu, en hinar tvær enda með stóru
klukkulaga blómi með sams konar skurðskrauti og stönglarnir. Sú
yzta hefur stóra rúðustrikaða kringlu fyrir neðan þakblöðin. Fyrir
ofan stöngulinn er báðum megin innskorinn lítill ferhyrningur og
fjórir þríhyrndir skipaskurðir, sem mynda kross. — Sæmilegt verk.
4. Ekkert ártal.
ÞFD
5. Stafirnir í hjartanu: ^
6. Safnskýrslan: Icelandic; 17th or 18th century. Engin frekari
vitneskja.
7. Á miða á bakhlið stendur: £3-----.
1. 9—1903. Rúmfjöl úr furu. L. 110. Br. 20,5. Þ. um 1,8.
2. Dálítið slitin á brúnum og með nokkrum stórum sprungum,
8