Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 110
114
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
gert við hina stærstu með málmspöng. Brúnbæsuð á framhlið. 93.
mynd.
3. Útskorin á framhlið, mest jurtaskreyti, upphleypt, allt að 5
mm hátt. í miðju ker með tveimur eyrum, sýnt svo sem væri það
gegnskorið. Kerið virðist standa á skál, og innan í því er upphleypt
fangamark með þremur bókstöfum. Út frá stöfunum og gegnum
eyrun liggja jurtastönglar til beggja hliða og mynda teinungsskreyti
93. mynd.
báðum megin. Tveir aðalstönglar, sem liggja hvor yfir annan. Sam-
hverft í aðalatriðum. Brúnir stönglanna nokkuð ávalar. Innri út-
línur aðeins að nokkru leyti. Allmikið af stórum blöðum, hvössum
og sveigðum, fjaðurstrengjuðum. Auk þess mörg blóm (rósettur).
Þær hafa eina eða fleiri hvirfingu krónublaða, sem sumpart eru úr-
livelfd, og í miðju rúðustrikaða kringlu. Flest eru blómin smá, en
yzt til beggja hliða endar stöngullinn á stóru bló'mi. — Sæmileg vinna.
4. Ekkert ártal.
5. Stafirnir í fangamarkinu líta út eins og F J C, en munu ef-
laust eiga að vera F J S.
6. Safnskýrslan: Icelandic, 18th century. Annað ekki.
1. 11—1903. Rúmfjöl úr furu. Tilskorin efri brún. L. 99. Br. um
20. Þ. um 1,3.
2. Sprungin. Allstór stykki vantar í brúnirnar. Brúnbæsuð á
framhlið og brúnum.
3. Útskurður á framhlið. Einkennilegt stönglamunstur, upp-
hleypt, allt að um 4 mm hátt. (Skorið dýpra niður á sumum stöð-
um). Efst með tilsniðnu brúninni, sem er þó nokkuð skemmd, er
röð af liggjandi S-um með innri útlínum og með þverbandi um
miðjuna. En fyrir neðan er eins konar bylgjuteinungur. Stöngullinn
er mjög misbreiður, allt að um 2,5 sm. Innri útlínur. í hverri sveigju
eru fremur ruglingsleg munstur, ekki eins. Greinar sem enda á upp-
undningum með hvössu „hnakkablaði" liggja hver yfir aðra og sjálf-