Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 112
116
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. 135—1908. Hluti af rúmfjöl úr furu. L. 84,5. Br. 17. Þ. 1,4.
2. Vantar nokkrar flísar á brúnina. Nokkur göt í gegn. Brúnbæs-
uð á framhlið.
3. Útskurður á framhlið. Greinilegt að næstum því ferkantaðir
reitir hafa verið afmarkaðir til beggja enda og í miðju. Reitinn
hægra megin vantar nú. í reitnum til vinstri er sléttur hringur, 1,9
sm breiður, á köflum með röð af kílskurðum utan um. Innan í hringn-
um stendur ANNO með latínuletursstöfum, lágt upphleyptum. Um-
hverfis bókstafina eru upphleyptir ferhyrningar, sem ýmist eru stak-
ir eða í röðum. I miðreitnum er einnig sléttur hringur. Innan í hon-
um er ihs. Á köflunum milli reitanna eru þrjár höfðaleturslínur. Á
bakhliðinni eru hirðuleysislega ristir bókstafir: EIRIKUR SGR. —
Ekki sérlega vel gert.
4. Ártalið hefur greinilega staðið í reitnum, sem vantar.
5. A gudgiefeoss goodanoo [ttg]
N N
q udblesseme £ ihs oghus sof[na]
egsydannroot sælluekiemig[iesus]
þ. e. Guð gefi oss góða nótt / guð blessi menn og hús / sofna ég
síðan rótt / sæll veki mig Jesús.
6. Safnskýrslan: Icelandic; about 1800. Engin frekari vitneskja.
1. 136—1908. Rúmfjöl úr furu. Bjúg fyrir báða enda. L. 120,5.
Br. 17,5. Þ. 1,6.
2. Nokkrar sprungur. Einstaka flís af. Nýjum bút bætt við nær
öðrum enda. Mun vera ljóst brúnt bæs á framhlið og brúnum.
3. Útskurður á framhlið. Við hvorn enda ristur hringur, sem við
ytri brún er samhliða enda fjalarinnar. Hringarnir hafa innri kíl-
skurðarbekk. I hringnum til vinstri stendur I H S. Nokkrir kílskurð-
ir báðum megin við bókstafina, en fyrir ofan og neðan þá litlir kíl-
skurðarhringar með ristum krossi innan í, og fyrir ofan og neðan
þessa litlu hringa er ristur hálfhringur með dálitlum láréttum línum
út til beggja hliða (omega?). Bæði þetta tákn og bókstafirnir hafa
ytri útlínur. I hinum stóra hringnum er rist ártal og nokkrir höfða-
letursstafir, en milli hringanna tveggja eru fimm höfðaleturslínur.
— Vandað í meðallagi.
4. 1802.