Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 114
118
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum, auk þess ártal rist á
botninn. Gaflarnir næstum því eins. Á þeim er ristur ferhyrningur,
sem skiptist í marga jafnstóra þríhyrninga með línum í kross og
milli horna. 1 hverjum þríhyrningi er kílskurðarstunga. Á öðrum
gaflinum er röð af kílskurðarstungum þvert yfir ferhyrninginn.
Kringum tappana á lokinu eru ristir nokkrir ferhyrningar með ská-
krossum og kílskurðarstungum, þar að auki tvær raðir af nagl-
skurðar- og kílskurðarstungum. Annars er á lokinu og langhliðum
báðum ein höfðaleturslína. — Laglegt verk.
5. 1834.
6. stockin
aiegmedrie
ttuþennan/k
7. Ekkert frekar í safnskýrslu.
ÖSKJUR
1. 709—1888. Trafaöskjur. Kringlóttar, með trénöglum og tág-
um. (Höfundurinn hefur ekki séð hlutinn sjálfan, en gert lýsinguna
eftir ljósmynd).
3. Útskurður ofan á lokinu. Tilhögun sammiðja. Yzt er hringur
af ferhyrningum með stýfðum hornum (raunar mjög einfaldað „snúið
band“?). Þar fyrir innan er hringur af kílskurðarstungum og síðan
tveir lauslega ristir hringar. Þar næst er krákustígshringur, og í
mjóum hring innst er skipaskurðarmunstur, sem myndar sexblaða-
rós, en eftir hverju blaði miðju liggur upphafið rif með skástrikum
yfir, en hringur liggur yfir miðju blaðanna. Sá hringur er tvöfaldur
og innan í honum röð af fráskornum ferhyrningum, sem mynda nán-
ast krákustígsbekk. „Blöð“ eru einnig eins og hringur utan um rós-
ina og úrhvelfd tunga í hverju millibili. — Mjög vandlega og fallega
gert.
4. Ekkert ártal.
5. Engin áletrun.
6. Safnskýrslan: Icelandic; 18th century. Engin önnur vitneskja.