Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Síða 119
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR í ERLENDUM SÖFNUM
123
af bjúglínum og þríhyrndum sveigðum skipaskurðarstungum. — f
heild sinni gott verk, en smáatriði ekki öll vel gerð.
4. Ekkert ártal.
5. K M D
ALLT/MITT/RAD/TIL/GVDS/
EG/SET / A/MIER/SINN/VIL/
VERDA/L
6. Safnskýrslan: Icelandic; late-17th century. Ekkert frekar.
ÝMISLEGT
1. 708—1888. Brauðmót úr furu. Kringlótt með útstæðu kringl-
óttu handfangi með gati á. Þverm. 28,8—29,8. Með handfangi: um
34,3. Þ. um 2,4.
2. Dálítið sprungið og smáflísar dottnar úr. Mest af handfanginu
hefur brotnað af, en er nú fest með tveimur stórum nöglum. Ómálað.
3. Útskurður á annarri hliðinni. Á handfanginu röð af smáum
kílskurðarstungum. Flöturinn skiptist annars í kringlóttan miðreit
og hring utan um hann. 1 miðreitnum er munstur af sexblaðarósum,
lágt upphleyptum og flötum. f hringnum utan um er áletrun með
ristum bókstöfum, yfirleitt latneskum. Hver bókstafur er settur inn-
an í upphækkaðan sléttan hring, og ristur kross sýnir, hvar letrið
byrjar. — Lagleg vinna.
4. Ekkert ártal.
5. GWDBLE í ÍIBRAVDOG H L E I F I N
6. Safnskýrslan: 19th century. Ekkert frekar.
7. Á miða á bakhlið er auk hlutargreiningar, númers og No 4:
£4.0.0.
1. 717—1888. Askur úr furu. Venjulegt lag. Lokið myndar tungu
að framan. (Höfundur hefur ekki séð hlutinn, en gert lýsinguna eftir
ljósmynd).
2. Eftir ljósmynd að dæma er askurinn í góðu standi, en maðk-
smoginn.
3. Tilsniðin handarhöld, útskurður á loki. Vera munu bekkir af
„snúnum böndum“ ofan á hlýrunum. í reit næst klofanum er rist