Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Síða 127

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Síða 127
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1962 131 standi. Verið er nú að undirbúa að Hólar komist í samband við raf- veitukerfi ríkisins, og verður þá rafmagn leitt í kirkjuna. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi var á Keldum á Rangárvöll- um nokkurn tíma snemma sufnars og lauk við ýmislegt, sem enn var eftir, til viðbótar við það sem gert var að gamla bænum í fyrra. Haldið var áfram byggingu skýlis yfir hákarlaskipið Ófeig á Reykjum í Hrútafirði, lögð miðstöð í húsið og raflögn og nokkuð unnið við einangrun. Enn er þó eftir að leggja síðustu hönd á margt, en vonir standa til að verkinu verði lokið með komandi vori. Minni háttar árleg aðhlynning var gerð á öðrum gömlum húsum á vegum fornleifavörzlunnar og allrækileg viðgerð var gerð á búrinu í Stöng í Þjórsárdal. Aðsókn var mikil að byggðasöfnunum í Glaum- bæ og á Grenjaðarstað, svo og að hinum gömlu byggingum yfirleitt, en tölur eru ekki fyrir hendi. 1 gestabók í Stöng skráðu sig 1951 manns, en bókin var útskráð áður en sumri lauk, svo að miklu fleiri hafa komið á staðinn. Fornleifarannsóknir. Þorkell Gríimsson rannsakaði merkilegt forn- aldarkuml í landi Öndverðarness á Snæfellsnesi hinn 7. júlí og ann- að hjá Gömlu-Grímsstöðum á Fjöllum hinn 7.—8. ágúst. Gísli Gests- son rannsakaði fornt kuml á Selfossi hinn 10. júní og Kristján Eld- járn enn eitt á Öxnadalsheiði, þar sem heitir Skógarnef, dagana 20.—21. sept. Stærri uppgröftur var enginn innanlands, en fyrra hluta júnímánaðar gerðu Þorkell Grímsson og dr. Þorleifur Einars- son nokltrar tilraunir til að kanna hið forna bæjarstæði Reykjavíkur með því að bora með kjarnabor gegnum jarðlögin. Boruðu þeir alls 29 holur hér og hvar, þar sem því varð við komið, en þó eru þessar rannsóknir ekki nema á byrjunarstigi. Reykjavíkurbær styrkti þess- ar tilraunir með fjárframlagi. I júní athugaði dr. Sigurður Þórarinsson fyrir safnið fornan beina- haug, sem fram hafði komið merkilega djúpt í jörðu skammt frá Vaðbrekku á Jökuldal. Hér má geta þess, þótt ekki teljist til rannsólma, að safnið lét gera girðingu kringum hinn friðlýsta bæjarhól Gamla-Ossabæjar í Landeyjum og bera á hann tilbúinn áburð í því skyni að hefta upp- blástur í honum. Trappa er yfir girðinguna handa þeim er staðinn skoða. Hinn 18. júní fór þjóðminjavörður til Grænlands í boði Þjóðsafns Dana (Nationalmuseet) og dvaldist þar til 29. júní við rannsóknir á kirkjurústum þeim, sem taldar eru vera leifar Þjóðhildarkirkju í Brattahlíð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.