Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 129
SKÝRSLA UM ÞJÖÐMINJASAFNIÐ 1962
133
myndina. Þegar Sigurður féll frá skömmu síðar, tilkynntu nánustu
skyldmenni hans, frú Jenný Guðmundsdóttir systir hans, og börn
hennar, að þau vildu, að þessir gluggar yrðu tveir, og skyldu vera
til minningar um hjónin bæði. Þegar svo var komið, þótti rétt að
bæta þriðja glugganum við sökum þess hvernig gluggaskipan er
háttað á þeim vegg, sem um var að ræða, og heimilaði menntamála-
ráðuneytið safninu að leggja í þann kostnað, sem af þessu leiddi.
Nína Tryggvadóttir gerði frummyndir af listaverkum í alla glugg-
ana og hafði samráð við safnið um efnisval. Á neðsta glugganum
sjást víkingaskip á siglingu og eiga að minna á landnám á Islandi,
á miðglugganum er tilbrigði úm baðstofulíf sem tákn fyrir þjóðlífið
um aldir, en á efsta glugganum er vakið hugboð um andlega lífið,
trúarlífið. Hið þekkta fyrirtæki, Dr. H. Oidtmann í Linnich á Þýzka-
landi, vann myndir Nínu í gler og setti gluggana upp í safninu. —
Við athöfnina 8. nóv. þakkaði þjóðminjavörður öllum, sem hlut áttu
að máli, einkum frú Jennýju Guðmundsdóttur og börnum hennar,
og minntist um leið Sigurðar Guðmundssonar arkitekts, sem frum-
kvæðið átti að þessari híbýlabót.