Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 130
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
AÐALFUNDUR 1962
Aðalfundur hins íslenzka fornleifafélags var haldinn í Þjóðminjasafninu föstu-
daginn 7. des. 1962. Fundinn sátu um 50 manns.
Formaður, Jón Steffensen prófessor, setti fundinn og gat síðan þeirra félaga,
látizt höfðu, síðan siðasti aðalfundur var haldinn, en þeir eru:
Dr. Vilhjálmur Stefánsson (ævifélagi).
Björn Rögnvaldsson byggingameistari.
Guðbrandur Sigurðsson hreppsstjóri.
Magnús Kjaran stórkaupmaður.
Risu fundarmenn úr sætum í virðingar skyni við minningu þessara mætu
manna.
Þá gat formaður þess, að á árinu hefðu 42 nýir félagar bætzt félaginu, og
eru ársfélagar nú 523. Auk þeirra eru 1 heiðursfélagi, ævifélagar 24, og félagið
skiptist á ritum við 76 aðilja, flesta erlenda.
Þessu næst las féhirðir upp reikning félagsins fyrir árið 1961.
Formaður skýrði frá því að árgjald félagsins væri svo lágt, að ekki stæði
undir útgáfukostnaði Árbókar, og lagði fram tillögu frá stjórninni þess efnis,
að árgjaldið hækkaði úr kr. 50.00 í kr. 75.00. Var tillagan samþykkt í einu hljóði.
Þá fluttu Kristján Eldjárn og Þórhallur Vilmundarson erindi um rannsókn-
arför til Nýfundnalands sumarið 1962, en Gísli Gestsson sýndi skuggamyndir,
sem þeir félagar allir höfðu tekið í förinni.
Fleira gerðist ekki, og var fundi slitið.
Jön Steffenson.
Kristján Eldjárn.
STJÓRN FORNLEIFAFÉLAGSINS
Embœttismenn, kjörnir á aðalfundi 1961:
Formaður: Jón Steffensen prófessor.
Skrifari: Dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður.
Féhirðir: Gísli Gestsson safnvörður.
Endurskoðunarmenn: Dr. Þorsteinn Þorsteinsson
og Theódór Líndal prófessor.
Varaformaður: Magnús Már Lárusson prófessor.
Varaskrifari: Þórhallur Vilmundarson prófessor.
Varagjaldkeri: Snæbjörn Jónsson skjalaþýðari.