Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Qupperneq 105
HÓLMAKIRKJA OG REYÐARFJARÐARKAUPMENN
105
Það sést, að umdæmaverzlunin illræmda er þá þegar komin í gagnið
austanlands. Svo kveður síra Bjarni:
„Mörgu er fornu frelsi hnekkt.
Fólkið skorðað allt um kring
undir kaupmenn. Alögð sekt
ofan á þessa forordning."
(Thott 473 «o),
En á meðan síra Bjarni í Þingmúla orti þannig um einokunar-
verzlunina. reyndi Marteinn kaupmaður að auðga anda sinn með
lestri góðra bóka, bæði fagurfræðilegra og guðfræðilegra. Mönnum
er kunnugt, að hann las bæði latínu, þýzku og ensku sér til gagns.
Og í frístundum sínum, m. a. á ferðum sínum til og frá Islandi skrif-
aði hann niður þýðingar sínar á því, sem hann las. I Konungsbók-
hlöðu í Kaupmannahöfn eru til í handriti (Ny kgl. saml. 219d, 4to)
lélegar þýðingar hans á Hamskiptum (Metamorphoses) eftir Óvid.
Þýðingarnar eru undir alexandrínskum hætti, sem var mjög vinsæll
bragarháttur í Danmörku á 17. öld. I sömu bókhlöðu er einnig að
finna handrit hans að þýðingu á sögu Philips von Zesen um ástir
Jóseps og egypzku prestsdótturinnar Assenath. Bók þessi var víð-
þekkt söguleg skáldsaga á sínum tíma. Kom hún út í Þýzkalandi 1670.
Árið 1680 lauk Marteinn Níelsson við uppkast sitt að þýðingu bók-
arinnar (Ny kgl. saml. 834m, 4t0). 1 formála sínum segir hann í neðan-
málsgrein: ,,Wed tiid och leilighed foretaget, och paa en islands
hiemReisse fuldferdiget i octobr: Maaned 1680“. Þetta þýðir á ís-
lenzku: ,,Við tækifæri unnið og lokið á heimferð frá íslandi í október-
mánuði 1680“. Uppkast Marteins er alls ekki útgáfuhæft, en árið
1711 er sagan gefin út í Kaupmannahöfn og er síðan gefin út í 5
upplögum. Eftir útgáfunni 1755 var íslenzka þýðingin frá Stóru-
Breiðuvík við Reyðarfjarðarkaupstað gerð 1788, en hún er varðveitt
í handriti á Landsbókasafni (Lbs. 1001, 8vo). Eftir þessari íslenzku
þýðingu (sem er léleg) eru gerð hin handritin, sem varðveitt eru af
sömu sögu á Landsbóltasafni (Lbs. 2211, 8vo, Lbs. 1622, 4to). Þessi
handrit eru öll af Austurlandi og er það merkileg tilviljun, að til
skuli vera austfirzk handritahefð að þessari sögu, þar eð Reyðar-
fjarðarkaupmaður virðist hafa gert fyrstu tilraunina til að þýða
bók þessa á dönsku.
Enn er Marteinn Níelsson talinn þýðandi bókar eftir brezka sið-
spekinginn og biskupinn Joseph Hall (1574-1656), sem bar hið enska
nafn „The Characters of Virtues and Vices“ (1608). 1 þýðingu