Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 1

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 1
I. Kristilegur Barnalærdóniur eptir lútherskri kenningu. Höfundur: Helgi Hálfdánarson. Önnur prentun, aukin og breytt. Framan við eru: frœði Lúthers hin minni. Reykjavík 1878, og: Stuttur Lciðarrísir til að spyrja börn úr barnalœrdómi síra Helga Hálfdánarsonar, prestaskólakennara, eptir P. Pjetursson. Reykjavík 1878. Auglýst af f>órarni Böðvarssyni. Framyfir lok seytjándu aldar voru fræði Liíthers hin minni sú eina bók, sem börn hjer á landi lærðu sjer til uppfræðingfar í kristindómi. Voru þau fyrst prentuð 1594, og síðan opt. Fræði Lúthers hin stœrri voru og prentuð hjer. Voru þau fyrst islenzkuð af Guðbrandi biskupi, og gefin út 1610 og optar á seyt- jándu öldinni. Meistari Jón Vídalín samdi stutta út- skýringu á fræðunum, er prentuð var 1729 0^1739. Munu þó börn fram að þeim tírna að eins hafa lært fræði Lúthers hin mirini, og sömdu margir prestar sjálfir spurningar út af þeim, er þeir við höfðu við barna-uppfræðingu. Mag. Jón Árnason biskup samdi spurningar út úr fræðunum, er prentaðar voru 1722, og innleiddar hjer á landi. Voru spurningar þessar lagðar til grundvallar víð barna-uppfræðingu, þangað til konungsbrjef 22. ág. 1738 innleiddi lærdómsbók eptir biskup Pontoppídan, er nefndist Sannleiki guð- hræðslunnar. Halldór biskup Brynjólfsson snjeri lær- dómsbók þessari á íslen/.ku, og var hin íslenzka þýð- ing hennar fyrst prentuð í Kaupmannahöfn 1742. Lær- dómsbók þessi, sem almennt var kölluð „Ponti“, var almennt lærð af börnum hjer á landi. Ágrip af spurn- Kirkjuliðindi fyrir ísland. XI. 1

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.