Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 2

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 2
2 ingum Pontoppídans, sem sira Vigfús Jónsson í Mikla- holti samdi, og ljet prenta í Kaupmannahöfn 1770, var fyrirboðið með brjefi aðal-kirkju-stjómarráðsins, dags. 26. marts 1772. Var það fyrst með áður nefndu kon- ungsbrjefi 22. ág. 1738 að konungur hlutaðist til um, hver barnalærdómsbók væri við hofð hjer á landi; áð- ur höfðu biskupar ráðið því. Lærdómsbók Pontoppídans var hjer, eins og áð- ur er sagt, almennt lærð allt þangað til konungsbrjef 25. september 1795 innleiddi Dr. Balles lœrdómsbók i cvangcliskum kristilegum trúarbrögðum í kirkur og skóla hjer á landi. Var lærdómsbók þessi fyrst prent- uð á islenzku 1797. Lærdómsbók þessi var eingöngu lærð hjer á landi, fráþví hún var lögleidd og fram að árinu 1865, þegar kirku- ogkennslumálastjórnin með brjefi dags. 11. sept. það ár leyfði, að kennslubók Balslevs, eins og hún var útlögð af prófasti og dómkirkjupresti Olafi Pálssyni, væri höfð við undirbúning ungmenna á íslandi undir fermingu, af þeim, sem kysu hana heldur en Balles lærdómsbók. Er það að minni ætlun í fyrsta sinni, að kirkjustjórnin hjer á landi hefir með fullu samþykki leyft, að hafa fleiri en eina lærdómsbók í kristindómi, og er það að mínu áliti óheppilegt. Hin- ar 2 síðast nefndu kennslubækur hafa síðan 1866 verið viðhafðar í flestum söfnuðum báðar, þangað til ráðgjafi íslands, sem, eins og mönnum er kunnugt, er dansk- ur lögfræðingur, með brjefi 24. september 1878 leyfði, að börn á íslandi mættu læra þriðju barnalærdómsbók- ina, þann kristilega barnalœrdóm, sem hjer ræðir um, án þess að taka neina ákvörðun um hinar eldri lær- dómsbækur. Eins og nú er komið, er það þess vegna sjálfsagt, að um nokkur ár verða prestar hjer á landi að uppfræða börn eptir þremur lærdómsbókum, og er það eigi of mikið sagt, að uppfræðingin af þeirra hálfu verði við það allt að þriðjungi minni, meðan sá tími

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.