Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 33

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 33
33 enginn fær unnið lengur, þá verður duptið ormunum að bráð, en sálin kemur fram fyrir dómarann. þegar maðurinn sefur, þá liggur nokkur hluti lífs- starfseminnar í dvala, en þegar hann deyr, þá er allri þessari starfsemi lokið, að því sem likamann snertir. það sem fram fer á sjálfri dauðastundinni er oss hul- inn leyndardómur, þótt vjer af einstökum einkennum getum ráðið lítið eitt í það. Hin ytri einkenni dauðans líkjast því, þegar sár- lúinn maður leggst til svefns. f>essu samkvæm er og lýsing þeirra manna á ástandi sínu, er lcomnir hafa verið að fram dauða, en lifnað hafa við aptur. Eink- ar merkilegt í þessu efni er það, sem flotaforingi nokk- ur enskur hefir frá skýrt. Hann fjell útbyrðis, þegar hann var ungur, og vantaði aðeins lítið á, að hann drukknaði; hann neytti allrar orku, til að reyna að bjarga lífi sínu, en er hann þóttist sjá, að þess mundi eigi verða auðið, og var með öllu magnþrota, hætti hann öllum tökum; fannst honum þá ástand sitt því líkast, þegar maður hnígur niður örmagna af þreytu- eptir mikla áreynslu, og leggst rólega til svefns. En hann vissi glöggt af sjer, og var með fullu ráði; á þessum fáu augnablikum gat hann rennt skjótri og glöggri hugsjón yfir gjörvallt líf sitt; allt, sem hann hafði aðhafzt, stóð nú öndvert fyrir sálu hans, og af- sakaði hann eða áfeldi, jafnvel hinir minnstu smámun- ir, sem fyrir löngu voru liðnir honum úr minni. Á öllu þessu stóð ekki meira en eina, eða í mesta lagi 2 mínútur; þá var honum bjargað. Doktor E. Horne- mann hefir í ritlingi sínum: Um ásigkomulag manns- ins rjett á undan dauðanum, skýrt frá nokkrum atvik- um, er lýsa aðför dauðans öldungis á sömu leið, þar á meðal þessari glöggskyggni, sem þá veitist mannin- um, til þess að sjá og dæma um allt líf sitt. Og hví- Kirkjutiðindi fyrir ísland. II. 3

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.