Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 25

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 25
25 á líf þjóðarinnar; en vjer verðum jafnframt að gjöra þeim mögulegt að öðlast og viðhalda þeirri menntun, sem til þessa þarf“. (Dr. Kalkars Theolog. Tidsskr. 1877). þórarinn Böðvarsson. III. Um ástand liinna liólpnu sálna frá danðannm til npprisunnar. Tekið eptir Fr. Haxnmerich próf. í guðfræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Sá tími kemur, að þessi heimur hverfur oss, með allri þeirri óvissu, sem honum fylgir, með sorg hans og gleði, freistingum hans og tælingum; sá tími kem- ur, að sál vor stendur við dyr eilífðarinnar. Og hvað tekur pá við ? þ*etta er sú spurning, er alla varðar mestu. Nýrri tíma guðfræðingar hafa rækilega hugleitt þetta efni, og þó svarið sje enn að mörgu leyti óá- kveðið og ófullkomið, eins og það verður allt af fyrir oss hjerájörðu, þá er þó nú svo komið, að hugmynd- ir vorar um „hið síðasta“ (dauðann og annað líf) eru ljósari og fastari orðnar en nokkru sinni áður, og eink- um hugmyndin um það efni, sem hjer ræðir um: á- stand hinna hólpnu sálna milli dauðans og upprisunnar. Einn frægur guðfræðingur, Hofmann, neitar því að vísu hreint og beint, að í ritningunni sje nokkuð kennt um þetta efni, en flestir guðfræðingar hafa þessu gagn- stæða skoðun (Martensen, Richard Rothe, Delitzch, Göschel og fl.).

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.