Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 48

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 48
48 stjettum, konur sem karlar. Drottningin á Englandi er vemdari fjelagsins, báðir erkibiskupar landsins eru forsetar, biskuparnir eru varaforsetar, svo eigi skortir fylgi hinna tignustu manna landsins. Bindindisfjelag þetta lætur á ári hverju flytja prjedikanir um bindindi víðsvegar í landinu, bæði stórbæjum og til sveita, og vill koma því á, að slíkar prjedikanir verði fluttar í hverri kirkju; stjórn fjelagsins lætur sjer umhugað um, að fá hina beztu kennimenn til þessa starfa. Svo læt- ur og fjelagsstjórnin jafnaðarlega halda fundi, til að ræða bindindis-málið; hún lætur rita vekjandi greinir um það í dagbluðunum, gefur út smárit um það, og einn- ig sjerstakt tímarit. Tilgangur fjelagsins er, að koma á stofn smærri fjelögum í hverri kirkjusókn, með þess- um lögum: Fjelagsmenn skulu: J) leitast við að koma á samtökum um það, að veita engin ölföng á samkom- um og mannfundum; 2) gjöra sjer að reglu, að neyta eigi víns, nema með mat; 3) drekka aldrei vín á al- mennum samkomustöðum; 4) aldrei borga greiða með ölföngum, og halda ekki vináttu við drykkjurúta; ð) skoða drykkjuskap eins og stórsynd gegn Guði. — Fje- lagið leitast við að koma því til leiðar, að löggjafar- valdið takmarki sem mest alla verzlun með áfenga drykki. — Fjelagið eflist nú stórum, og tala þeirra presta, sem alveg hafna áfengum drykjum, skiptir þús- undum. Að sama skapi aukast tekjur fjelagsins, og teljast nú yfir 150 þús. króna á ári. Alþýða manna tekur og að hallast að bindindisfjelagi kirkjunnar, af því hún kannast við, að ofdrykkjan er löstur, sem auð- velt er að temja sjer, en næsta torvelt að hafna, þeg- ar tilhneigingin er mögnuð orðin; þeir eru þess vegna eigi fáir, sem þakksamlega taka þeirri hjálp í þessu efni, sem fjelagið býður þeim. (Alra. Kirketidende).

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.