Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 35

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 35
35 verður um líkamsefnið, er oss hulinn leyndardómur; vjer komumst ekki lengra en að gjöra oss hugmynd, og hana þó næsta óljósa, um einhverskonar dularfullt samband á milli þess og sálarinnar. þesskyns hug- mynd höfðu hinir skriptlærðu hjá Gyðingum ; í forn- kirkjunni og á miðöldinni kemur hún einnig fram. Öðruvísi er því varið, að því er s á 1 i n a snertir; um ástand hennar eptir viðskilnaðinn við líkamann hefir drottinn eigi látið oss án vitnisburðar, og þó liðu langir tímar, áður en vitnisburður ritningarinnar yrði nokkurn veginn ljós. Sumir (og þar á meðal Göschel) halda fram þeirri meiningu, að vera sálarinnar klofni, ef svo mætti að orði komast, í tvennt, og að sá hluti hennar, er var líf líkamans, hljóti sömu kjör og hann; um þetta verður ekkert sagt með neinni vissu. En þótt þessu nú væri þannig varið, þá snertir þetta þó eigi hið verulegasta í lífi sálarafinnar, og þegar frá byrjun verðum vjer þessvegna með berum orðum að mótmæla hugmyndinni um sálarsvefn. í þessu efni þarf eigi lengra að fara, en að vitna til frásögunnar um I.azarus og áuðuga manninn; og þótt ritningin komist svo að orði, að maðurinn sofi, þá segir hún hvergi, að sálin, sem skilin er við líkamann, sofi. Menn hafa skírskotað til þess, að Lúther á nokkrum stöðum í ritum sínum tali um svefn sálarinnar; en það er auð- sætt, að þessi ummæli hanS eru sprottin af óttafyrirhreins- unarelds-kenningunni; þar að auk eru þau of óljós og óákveðin til þess, að nokkuð verði á þeim byggt. Eigi hefir sálin drukkið af óminniselfu, og eigi er þáð held- ur draumlíf eða skuggalíf, sem biður hennar í öðrum heimi, heldur sannarlegt andlegt líf (i. Tím. 6, 19). þetta er eins víst og áreiðanlegt eins og það, að sál Jesú stje niður til hinna dauðu, eigi í leiðslu eða draumi, heldur með fullri og ljósri meðvitund, og eins og það, 3*

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.