Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 11

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 11
11 eigi sje hið sama og að verða sáluhólpinn eingöngu fyrir trúna (sola fides justificat). Um ioo. gr. getur vaknað sú spurning: ,,er veik trú sáluhjálpleg ?“ og þó það sje eigi Ijóst, þá verð jeg að álíta, að eptir barnalærdómnum verði að svara því neitandi; en er styrkleiki sannfæringarinnar á valdi mannsins sjálfs, og ekki milclu fremur verk Guðs náðar, ef viljinn er góð- ur og löngun í hjartanu eptir Guðs náð ? Jeg álít það nauðsynlegt, að slíkum spurningum, sem samvizkan geturgjört, sje svarað, svoljóst sem auðið er, í barna- lærdómi, og jeg verð að álíta, að sje viljinn góður og löngun í hjartanu eptir Guðs náð, þá sje trúin sálu- hjálpleg. í 109.gr. segir : „sjeum vjer rjettlættir orðn- ir af Guðs náð fyrir trúna, ber heilagur andi vitni um það hjá oss með sæluríkum friði hjartans, og gleðirfkri fullvissu um, að vjer sjeum Guðs börn“. Jeg neita því engan veginn, að þetta sje rjett, og þannig ætti það að vera, og þannig er það líka á mörgum stundum hjá þeim sanntrúaða. En það ástand er lika til, einn- ig hjá sanntrúuðum, sem er þessu mjög ólíkt, það er, þegar sá trúaði er án Guðs huggunar ; og þetta ástand hafa hinir mestu trúmenn þekkt. Tómas a Kempis segir: „ J>að er ekki erfitt að vera án mannlegrar huggunar, þegar menn hafa huggun Guðs; en mikið, óumræðilega mikið er það, að ganga um með hjartað sem sá, sem er rekinn úr landi huggunarinnar. Er nokkuð mikið í því, að vera glaður, þegar menn finna þá komandi náð? f>að eru engin undur, þó sá finni enga byrði, sem er borinn af þeim almáttuga og leidd- ur af þeim æðsta leiðtoga. En hin sanna framför í því andlega lífi er eigi eingöngu fólgin í þvf, að náð- in fylli þig með huggun, heldur og í því, að þú, þeg- ar náðin yfirgefur þig, berir það þolinmóðlega í auð- mýkt og sjálfsafneitun, án þess að bænin yerði lcald- ari, eða löngunin eptir því góða minni“. Jeg held., að

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.