Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 31

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 31
31 að finna guð á þessum „tíma náðarinnar“. Af sálar- innar miklu meðfæddu auðlegð kemur ekki annað fram í heiminum, en það, sem frjálsræði sjálfrar hennar og annara þarf við, til þess að valið eigi sjer stað. f>að Hf, sem að mannadómi er til ónýtis orðið, annað eins líf og hins glataða sonar, eða hans, sem hjekk á kross- inum við hlið Jesú, getur hafa gefið sálunni þroska til himnasælu, hafi slíkur maður þó lifað eitt hjálpræðisins augnablik. Svo ljettvægt er allt annað í samanburði við þetta eina: að gefa sig guði með frjálsum vilja, því þetta er það, sem ákvarðar kjör mannsins um tíma og eilífð. í>ví nær sem dregur að enda æfinnar, þess hátal- aðri verða hinar hvetjandi raddir, er til sálarinnar tala; hver stundin, já, hvert augnablikið hrópar: notaðu tíma náðarinnar; snú þú huganum inn á við og upp á við í hlýðni trúarinnar! Hjartað verður að ná festu. Mað- urinn verður að heyja sfna baráttu, út enda sína tíð, og daglega deyja í sínum innra manni, og lifa af drott- ins náð, eigi síður en hið minnsta blóm merkurinnar. Og þetta er einnig náð, að mega lifa af guðs náð. Svo miklu fær guðs andi áorkað f sálu hins aldur- hnigna manns, þegar hann alvarlega hugleiðir lffsstarf sitt og lífskjör sín. En jafnframt og hann beinir hugsun sinni inn á við, beinir hann henni upp á við; endurminningu liðnu daganna sameinast endurnærandi von um hvíld, að loknu starfi dagsins. Gamalmennið finnur til þreytu, og þráir hvíldina. það er eins og hann sje nú kominn upp á fjallsbrún, nær himninum en niðri á láglendinu; honum er ljettara um andrúmið, við honum blasir hinn glæsti kvöldhiminn, og álengdar eygir hann hvíldar- innar eptirþráða land. Andi hans verður ungur f ann- að sinn, svo að „hann flýgur upp á vængjum sem örn“ (Esaj. 40, 31). „Hver hlutur11, segir meistari Ekkard,

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.