Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 45

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 45
45 IJau málefni, þar sem sambandið milli ríkis og kirkju kemur Ijósast fram, er hjúskapurinn og uppfræð- ingin í kristinni trú, eiðurinn og helgihaldið. Verður þá hjúskapurinn líklegri til farsældar fyrir land og lýð, þó ektahjónin hætti að minnast þess, þegar þau inn- ganga hann, að þau eiga að vera sannir borgarar bæði ájörðunni og í himninum,—þóttþau hætti að innganga hann fyrir augsýn Guðs, sem allt sjer og allt helgar? Verða heimilin vænlegri þjóðfjelaginu til velferð- ar, þó það sje leyft, að þau heimili megi hafa trú og siðgæði, sem vilja, en hin megi sleppa því, sem ekki vilja það? Ef landsstjórnin hættir að gjöra það að skyldu, að læra kristin fræði, hvað hefir hún þá að bjóða, sem jafnvel menntar og lagar alla sálarkrapta æskumannsins ? Eða er það þjóðfjelaginu í hag, að limir þess sjeu án allrar menntunar? Verð- ur lifið fyrir það starfsamara og betra, deyfðin, eymd- arskapurinn og örbyrgðin minni? Hlýðni við lögin er aðaldyggð borgara þjóðfjelagsins. Skyldi hún verða meiri en hún er, ef hætt væri a'ð innræta hinum ungu trú og siðgæði ? Við hvað sverja þeir, sem mesturáða í þjóðfjelaginu, ef eiðurinn er af tekinn, og þjóðfje- lagið kemur sjer samanum, að trúa ekki á neinn Guð ? Eða á þ^ð að koma sjer saman um að hafa þjóðguð, sem það sver við? Hvaða von er um rjettsýni hið ytra, ef engin trú er og ekkert siðferðislögmál, og undir eins engin rjettsýni er hið innra? Er þá nokk- uð unnið fyrir þjóðfjelagið, þó enginn dagur sje fram- ar helgur haldinn, — þó þeir, sem ekki vilja tilbiðja Guð, megi að ósekju hindra þá í tilbeiðslu Guðs, sem vilja tilbiðja hann ? Nei, hugsum ekki um að aðskilja kirkjuna frá þjóðfjelaginu, ástundum miklu • fremur að styðja að því, að hvorttveggja vinni í sameiningu, og stefni að því sama takmarki. Styðjum að því, að landsstjórnin styðji

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.