Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 41

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 41
41 ef þau væru aðskilin. Gasparin segir í riti sínu Innocent III. (1873): „Spurningin um að aðskilja ríki og kirkju, er mikil spurning, en hún er hvorki sú eina, nje sú, sem mestu skiptir; þegar húnlcemur fram á rjetttum tíma og stað, getur hún eflt upplýsingu, en á röngum tíma og stað framsett, getur hún leitt í villu“. H. v. M ii h 1 e r, dr. í guðfræði og heimsspeki, og ráðherra í Berlín, hefir ritað mikla bók um þetta efni, og segir meðal annars : „Verkefni það sem ríkið á að leysa, er það að fullkomna samfjelag allra í Guði og við Guð, og meðalið til þess er, að efla endurnýj- ungu og endurfæðingu hvers einstaks með boðun fagnaðarerindisins, að viðhalda lögum og reglu eptir boðum Guðs með máttugri hendi“. En þetta getur ekki orðið án kirkjunnar. Annar mjög merkur rithöf- undur, Heinrich Thiersch, dr. í heimspeki og guðfræði, sem einnig hefir ritað (1875) um sama efni, segir : að þótt ríkið hundrað sinnum vildi, þá gæti það ekki verið án trúar; það sje neytt til að krefjast eiðs af embættismönnum sínum og hermönnum, og verði að hafa einhverja vissu fyrir því í rjettarfarinu, að fram- burður vitnanna sje sannur, og þótt það vísi trúnni á bug úr borgaralegu fjelagi, þá verði það þó neytt til að leita hjálpar hjá henni. Jað getur eigi verið ætlan vor að þessu sinni, að fara langt út í þetta mál, heldur viljum vjer að eins gjöra nokkrar almennar athugasemdir um það. Vjer verðum fyrst að gjöra oss ljóst, hvað menn fara, þegar menn tala um að aðskilja kirkjuna og rik- ið. Rjettur aðskilnaður á því andlega og veraldlega valdi, og friðsamlegt samband á milli þeirra, þannig að riki og kirkja, án þess að vera sameinað, stefni að því sama takmarki, og efli andlega og siðferðislega fullkomnun og velvegnan —: það er ekki það, sem menn meina, og þá væri ríki og kirkja heldur ekki

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.