Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Qupperneq 20
20
hafa dugað henni síðan kristni hófst hjer á landi. Tím-
amir eru breyttir: prestaefiii koma nú fákænni í bún-
aði og fátækari að efnum, eptir hinn mikla námskostn-
að, inn í prestsstöðuna en nokkru sinni fyr. Margir
atvinnuvegir standa nú opnir menntuðum mönnum, sem
eru miklu lífvænlegri en íjölda mörg prestaköll, en áður
voru vegir þessir luktir. Að læra í skóla, var sama
og að „læra til prests“. þ>ær raddir hafa að vísu heyrzt,
að prestar ættu ekki að hugsa um þessi stundlegu efni;
en þeir verða þó víst að gjöra það, meðan þeir eru
menn, og hafa stundlegar þarfir/'eins og aðrir menn.
Hvað væri æskilegra, en að prestarnir gætu haft sama
innblástur og áhrif heilags anda og postularnir, og
gætu lifað því sama lífi? En jeg held, að sjálfir þeir,
sem tala í þá átt, tali ekki í alvöru, og hljóti að sjá,
að það getur ekkiverið. Aðrar raddir, svo sem „Sund-
urlausar hugsanir um prestamálið“ í 2. árg. „Skuldar“,
eru naumast þess verðar, að á þær sje minnzt. Er það,
sem þar er framborið, mælt af jafnmikilli illgirni og
óviturleik. Og við hverju mundi vera að búastafhöf-
undi, sem lætur sjer það um munn fara, „að ríki og
kirkja hafi ekkeri saman að sælda?“ því, svo jeg nefni
eitt, þá nefni jeg eiðinn. Við hvað sver ríkisstjórinn
og embættismenn ríkisins, og þingmenn ríkisins, ef
engin kirkja er og engin trú? 1 Jeg held, að blöð
vor geti ekkert gjört óþarfara, en að beraum gersak-
ir og illar tilgátur, sem embættismenn og aðrir hafa
hver um aðra. Eða hver heiðvirður og samvizkusam-
ur maður vill segja, að prestarnir sjeu prestar aðeins
til að fá peninga, og kenni það í Guðs nafni, sem þeir
sjálfir ekki trúa, heldur álíta hjátrú? Væri ekki jafn-
*) pað er annars merkilegt, hve títt þvi er nú varpað fram i blöðum
vorum, að aðskilja beri ríki og kirkju ; er það opt gjört af þeim, sem
enga hugmynd hafa um, hvaða afleiðingar það hefir. Vil jeg við
fyrsta tækifæri skýra það mál nokkuð í kirkjutiðindunum.