Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 36

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 36
36 að hinir framliðnu heyrðu prjedikun hans í fullri vöku, en eigi svo sem í draumi. Eins og maðurinn er, þegar hann deyr í þessum heimi, þannig vaknar hann í öðrum heimi; sálin kem- ur til síns staðar, kemurþangað heil og óskert. „Hver sem hyggst að forða lífi sínu, mun því týna, en hver sem týnir því fyrir mína skuld, mun fá því borgið“, segir drottinn (Mth. io, 39); „þeirraverk fylgjaþeim“ (Opinb. 13, 14. Lúk. 16,). (þetta er hið fyrsta dóms- atkvæði, sem hinir framliðnu heyra. En í því landi, þar sem allar sálir safnast, eru bæði gleði- og kvala- bústaðir. Hinn holdlega sinnaði maður flyzt yfir í annað líf með öllum sinum illu fýsnum; en með því að hann getur eigi fullnægt þeim þar, þá kvelja þær hann, eins og þær kvöldu auðuga manninn. Sálir þeirra, sem lifað hafa í Guði, flytja trú sína og fögnuð með sjer þang- að, sem englarnir báru sál Lazarusar. |>að skal hjer endurtekið, og sannað með orðum ritningarinnar, sem sagt var að upphafi: Vjer hljótum að hugsa oss annað líf sem áframhald af lífi voru hjerájörðunni, og myndandi meðþvieina heild, eptir óháðu framfara-lögmáli, en öðrum skilyrðum bundið. Af hinu síðasta stigi hjerna megin, sem er ellin, tekur því við fyrsta stigið hinu megin, sem er millibils-ástandið, og standa þessir liðir í eðlilegu sambandi sín á milli. Hinn guðhræddi maður hefur upp augu sín í öðr- um heimi. Mun sálin þá vera svo sem í draumleiðslu ? mun hún enn vera sveipuð myrkurblæju dauðans, eins og stendur í 126. sálmi Davíðs; „pegar drottinn fór heim með Zíonsfanga, vorum vjer semídraumi?11 Mun drottins eilífa Ijós aðeins smátt og smátt renna upp fyrir sálinni ? Um þetta hefir Guð ekkert opinberað oss. En sálin er kowiin heim til drottins (2. Kor. 5, 8.),

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.