Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 29

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 29
29 um gang, limirnir eru stirðir, hann er orðinn lotinn, og svefninn á hægt með að buga hann. Að öllu hinu ytra deyr hann frá heiminum; og það hann liíir, þá lifir hann jafnvel meira meðal sinna dánu ástvina, en á með- al hinna lifendu. Allt hljóðnar og kyrrist umhverfis hann; hann missir löngunina til að vera á ferli, og þráir hmld. Hann heldur sjer frá öllu, sem ókyrrir og trufl- ar, lifir í endurminningunni, hugsar um hina liðnu dag- ana, því að „hans verk fylgja honum“. Hugsunin bein- ist inn á við, og augun opnast fyrir mörgu, er æskan veitti eigi eptirtekt; og hugurinn leitar upp á uið, knú- inn til þess af gæzku guðs. Hvílíkan blíðusvip breiðir hún ekki yfir allt viðmót hans ! Og — engu að síður dvelja hugsanirnar enn þá á hinum fornu brautum synd- arinnar, þótt elli og apturför hafi deyft funa girndanna. Enn þá verður gamalmennið að heyja baráttu við hina hviklyndu óró, við óstöðugleik hjartans, við „fýsn augn- anna, fýsn holdsins og stærilæti lifernisins", eigi sálin ekki að glatast. |>að sem í þessum heimi hefir tælt og svikið, glatt og sært, skynjar gamalmennið nú betur en áður. Ef vjer hugsum um draumvonir æskudaga vorra, hversu mikið djúp er þá eigi á milli þeirra og hins litla, sem vjer höfum framkvæmt ? Vjer hófum þá flug sem ernir, en sitjum nú lágt, þrotnir að dug, bilaðir að áræði. Hvað vildum vjer eigi vera, hvað ætluðum vjer eigi að gjöra? og hvað er nú orðið úr öllu þessu? Tál á tál ofan, bæði fyrir lánsmanninum og mæðumanninum. Og jafnvel það, sem mennirnir kalla hið mesta ágætisverk, er eigi fyrir augliti hins alfullkomna meira vert en stárf hins auðvirðilegasta verkmanns. Sannmæli eru orð Lúthers: „Allt, sem vjer gjörum, er ekki meira vert en brjefmyndirnar, sem börnin eru að klippa, og sfðan verður kastað í sorpiðL — „Hjegómi, allt undir sólunni er hjegómi!“ —

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.