Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 13

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 13
13 byrði, heldur eins og vilja sjálfs sín. Hann er oss til fyrirmyndar i því, hvernig vjer eigum að vera í stöð- ugu sambandi við Guð, og gjöra hans vilja í öllu. Ein- stöku orðatiltæki get jeg ekki allsendis fellt mig við, svo sem í 186.gr.: „En sumar þeirra (o: skyldnanna) eru stundum kallaðar annaðhvort skyldur við sjálfa oss, eða skyldur við náungann“. Skyldunum er skipt í rjetta guðsdýrkun, rjetta sjálfsumhyggju og rjetta breytni við náungann. Orðin „rjett“ og „rangt“ eru ekki útþýdd. Jeg ímynda mjer, að það villi engan, þó að í kaflanum um rjetta guðsdýrkun, það sem vjer eigum að gjöra, sje sett svo fram, að sannkristinn maður gjöri það, þó að í hinum köflunum sje skyldan fram settsvo: „vjer eigum“. En eigi get jeg sjeð fulla ástæðu til þessarar mismunandi framsetningar. í kaflanum um rjetta sjálfsumhyggju þykir mjer kenningin um samvizkuna koma oflítið fram, eins og náðarmeðölin eru í 14. kaflanum að eins nefnd á nafn. í 207. gr. er það gjört að skyldu, að leggja kapp á að eiga ein- hvern vandaðan og trúan vin. þ>að er gott, þegar það getur tekizt; en er það á mannsins valdi, að það takist? Hitt álít jeg vafalaust, að heiðnir vitringar leggi miklu meiri áherzlu á vináttuna en kristindómurinn. Framan við barnalærdóminn er lagfærð þýðing á fræðum Lúters hinum minni, cg hefir þýðing þeirra tekið miklum bótum og gjört þau miklu aðgengilegri, auk þess sem málið er miklu betra en áður var. Margar ritningargreinir bæði í barnalærdóminum og fræðunum eru orðaðar nokkuð á annan veg en í þeim nýjustu þýðingum biblíunnar, og að mjer virðist, rjettara og viðkunnanlegra. Aðeins tel jeg það óheppi- legt, ef barnið heldur sig sjá annað í biflíunni, en þuð hefir lært í kverinu sínu.

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.