Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 32

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 32
32 „er því yngri, sem hann er nær uppsprettu sinni; og það mun valda mjer hryggðar, verði eg á morgun ekki yngri, en eg er í dag“. í Paradís átti svefninn heima — „og Adam svaf“, segir ritningin —; en svefnsins ægilegi bróðir þekktist þar ekki. Manninum var ætlað að lifa þar lífi líkam- ans, sálarinnar og andans, og hefjast frá einu stigi til annars til meiri og meiri dýrðar, þangað til „guð tæki hann til sín“, eins og Enok. En Paradís finnst eigi framar á jörðunni. En þrátt fyrir syndina og skelfingu dauðans getum vjer enn þá fengið óljóst hugboð um, hvernig manninum þar var ætlað að flytjast friðsam- lega frá jörðu til himins, þegar vjer sjáum aldurhnig- inn kristinn mann, sem saddur er orðinn lífdaganna, sofna vært í drottni, með hægu andláti. 1 guðsríki, bæði hjer á jörðu og annars heims, er sífelld framför, stig fyrir stig, frá hinu ófullkomnara til hins fullkomnara, en aldrei stendur það í stað. Eg minnist aptur hinnar efnisríku hugsunar hjá Irenæusi. Æskumaðurinn hjer á jörðu „dreymir mikla drauma“, fullorðni maðurinn starfar að framkvæmdum, gamal- mennið hugsar, og leitast við að átta sig á lífinu, það hvilist, og lifir í endurminningunni um hið liðna og voninni um hið ókomna. Og eins og draumurinn er fyrirboði framkvæmdanna, svo bendir og líf gamalmenn- isins, er snýr sjer frá heiminum, á annað fullkomnara og andlegra líf í hvíld, endurminningu og von, og myndar, ef svo mætti að orði kveða, innganginn til þess. Takmarki hins stundlega lifs er náð; undirbún- ingnum er lokið til þess, að gjöra manninn hæfan til að velja rjett í því, sem mestu varðar; hið tilkomanda bendir sálunni til sín, og kallar á hana. En leiðin liggur yfir dauöans land. þegar augu holdsins lykjast aptur, og nóttin kemur yfir oss, þegar

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.