Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 8

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 8
8 skilningi, get jeg eigi sjeð ástæðu til, þar sem þó í 37. gr. orðið skynsemi virðist haft í sömu þýðingu. Annar kaflinn er um eiginlegleika Guðs, og er hann víða ágætlega orðaður. Jeg get að eins ekki sjeð ástæðu til, að hafa sjerstaka grein um það, að Guð er eilífur, og aðra um það, að hann er óumbreyt- anlegur, því eiginlegleikar þessir eru eptir eðli sínu samfara. J>ar á móti get jeg síður fellt mig við, að hafa útskýring á því, að Guð er „heilagur11, „sannorð- ur“ og „trúr“ í einni grein. Eiginlegleikar Guðs eru að vísu allir í óaðgreinanlegu sambandi, en heilög ritning tengir þann eiginlegleika Guðs, að hann er sannorður og trúr, meira við veru Guðs og eðli hans, sem er kærleikur (1. Jóh. 4, 16), en við heilagleika hans (2. Tim. 2, 13. 1. Kor. 1, 9 og 10, 13). J>riðji kaflinn er um guðlega þrenningu, og er hann gagnorður og greinilegur. Fjórði kaflinn er um sköpun heimsins og mannsins. Kaíli þessi er yfir höfuð vel og greinilega framsettur og gagnorður. Að eins þykir mjer athuga- vert, hvort 36. greinin hefði eigi mátt vera nokkuð á annan veg. Mjer virðist sem sje, sem í grein þessari kenni nokkuð þeirrar ágústinslcu kenningar, sem blandar samansakleysiogheilagleika. „Háleitþekking“og „hreint hugarfar“ í fullkomnum skilningi er eigi eignað hinum fyrstu mönnum í Guðs orði; það er takmark þeirrar fullkomnunai', sem næst með hinum frjálsa vilja. Sak- leysisástand þeirra fyrstu manna var lifandi byrjun, sem fól í sjer mögulegleika til að ná sannri mannlegri ákvörðun. Kenningin um samvizkuna í 39. greinvirð- ist mjer eigi eiga sem bezt heima á þessum stað. Fimmti kaflinn er um forsjón Guðs. í kafla þessum er forsjón Guðs látin innibinda það, að Guð heldur öllu við, en vanalegra og jafnvel eðlilegra er, að hafa viðhaldið sjer, sem áframhald

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.