Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 9

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 9
9 sköpunarinnar. Forsjón Guðs kemur einkum fram í sögunni og endurlausninni. Sjötti kaflinn er um englana, og er hann stuttur og greinilegur. í 51. greininni er það talið með störfum englanna, að þeir flytji sálir trúaðra í Paradís. En eigi sje jeg, að það sje nauðsynlegt, að innræta börnum að trúa því, og má hverjum kristnum manni nægja, ef hann á þeirri síðustu stundu getur sagt: „Faðir, í þínar hendur fel jeg minn anda“ (Lúk. 23, 46). Sjöundi kaflinn er um syndina. Er slcýrtfrá uppruna syndarinnar og synda-ástandi allra manna. Eigi er skýrt frá þvi, hvað sá eiginlega gjörir, sem syndgar, að hann metur sjálfan sig og heiminn meira en Guð og hans vilja og hans ríki. Eigi þykir mjer það nákvæm útskýring á synd með hugrenningum, að „hugsa“ illt, nema í það sje lagt, að girnast jafnframt. Freisting eða freistni er eigi nefnd. í útskýringunni um stærð syndanna (62. gr.) er eigi getið um syndir af fávizku eða fáfræði, en jeg álít það nauðsynlega kenn- ingu fyrir þá ungu, að Guðs lögmál heimtar sinn rjett, hvort sem vjer vanrækjum að þekkja það eða ekki (I.úk. 12, 48). Greinirnar 64—67 eru veruleg umbót í samanburði við Balles lærdómsbók. Áttundi kaflinn er um endurlausnina, og er hann víða vel fram settur. Skipting á lífi Krists í upp- hefðar- og niðurlægingarstöðu tel jeg tvísýnt, að vert sje að hafa í barnalærdómi, þó það sje títt í vísinda- legri trúfræði. Jeg tel það jafnvel tvísýnt, að barn fái ljósari hugmynd um endurlausnarverk Krists, þó því sje skipt í spámanns-, æðsta prests- og lconungsembætti. J>ær hugmyndir, sem þau orð eru tengd við, eru barn- inu eigi ljósar, og þurfa útskýringar. En það, sem mjer einkum þykir að framsetningu endurlausnarlær- dómsins er það, að Krists starfsama hlýðni (obedientia activa) kemur lítt eða ekki fram. Jeg veit að vísu, að

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.