Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 14

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 14
14 Biskupinn yfir Islandi hefir samið stuttan leiðarvísi, til að spyrja börn úr barnalærdómi þéssum. Álít jeg það mjög heppilegt og nauðsynlegt fyrir þá, sem vilja láta börn sín læra barnalærdóminn, að kaupa hanrt, og hafa jafnframt barnalærdómnum. Væri það og mjög æskilegt, að hvert barn, sem lærir barnalærdóm- inn, kynnti sjer leiðarvísirinn, og bæri hann saman við lærdóminn. 1 leiðarvísinum er lærdómurinn mjög vel sundur liðaður, og við byrjun hvers kafla spurt vtm, „um hvað hann hljóði“. Legg jeg mikla áherzlu á það, og álít að barnafræðendur eigi ekki að láta sjer nægja, að barnið geti komið með fyrirsögnina sem svar, held- ur heimti, að það geti með fám orðum gjört grein fyrir því, sem kennt er í kaflanum. þ>á fyrst, þegar börn geta þetta, virðist mjer þau hafa ljósa hugmynd um það, sem þau hafa lært. Vegna hinna fáfróðari verð jeg að álíta, að æskilegt hefði verið, að svar hefði fylgt sumum spurningunum. Einstöku spurning- arþykja mjer eigi sem eðlilegastar t. d. þessar: „ Hvar í drottinlegri bæn er beðið fyrir öðrum?“. „Og hvar fyrir sjálfum oss?“ (128. gr.).

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.