Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 7

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 7
7 breyta við kennimenn sína, í stað þess, að enda á kenn- ingunni um hið siðasta, sem fer eptir breytninni. Jeg kann fyrir mitt leyti ekki við það, að eptir að barnið er búið að læra tólfta kaflann um dauðann, dómsdag og annað líf, fer það fyrst að læra, hvernig það með breytni sinni á að höndla hið eilífa líf. Jeg hefði vilj- að kjósa, að eptir kenninguna um náðarverlc heilags anda kæmi siðalærdómurinn, eða það, hvernig sú lif- andi trú á að koma fram í lífinu, og þar eptir kaflinn um náðarmeðölin, sem jafnt hafa áhrif á trúna og líf- ernið, og að síðustu um dauðann, dómsdag og annað líf, sem ekkifer eptir trúnni einni, heldur eptir trú og siðgæðum til samans. Trúarlœrdóminum erskiptí i2kafla, og er fyrsti kaflinn um trúarbrögðin og tilveru Guðs. Jeg hefði eins getað búizt við, að kafli þessi væri um trú og op- inberun, kristindóm og kristna kirkju. Jeg veit ekki, hvort það á við, og því síður, hvort það getur verið tilvinnandi, að láta hvert barn sem er læra greinir um heiðindóm og Múhameðstrú. Sú þekking, sem þau fá á þeim trúarbrögðum, hlýtur að vera svo gott sem engin. Jeg held, að þau geti lært margt nytsamara en að heiðingjar „eigi þekki hinn sanna Guð“, þó hugmyndir þeirra um Guð sjeu öðruvísi en vorar, kristinna manna; þekking á trúarbrögðum' þeim, sem eru í heiminum, virðist mjer fremurheyra til almennri menntun, en trúarlærdómi í barnalærdómsbók. í 8. gr. er talað umveru Guðs, en í greinum þeim, semá eptir fara, um það, hvernig Guð opinberast; en það virðist mjer miður eðlileg skipun, og hefði jeg búizt við, að frá veru Guðs væri eigi skýrt, fyr en skýrt hefði verið frá hinu, hvernig Guð opinberast, og jafnvel að greinin um veru Guðs væri i hinum öðrum kafla. Að hafa í 8. gr. orðið „vitund“, sem jeg ætla sjaldhafa í þeim

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.