Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Síða 44

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Síða 44
44 ríkið eða þjóðfjelagið, það æðsta samband manna ájörð- unni, það samband, sem er aðalhjól veraldarsögunnar, eigi að vera áhrifalaust af kristindóminum. Ríkið er ekki til, til þess að ná neinu augnamiði fyrir sig, heldur fyrir mannsins sjálfs sakir, til að efla fullkomnun og farsæld allra, sem i því eru. Sú ein stjórn getur ver- ið góð, sem hefir grundaða þekkingu á eðli og ákvörð- un mannsins ; stjórn rikisins á að stefna að takmarki, sem er æðra en ríkið sjálft, sem allar ráðstafanir í rík- ínu eru meðal til að ná. En undir eins og vjer játum þetta, leiðumst vjer inní hugmynda-heim trúar og sið- gæðis, inn í heim opinberunarinnar, sem sýnir oss þær frumreglur, sem mannlífið á að fara eptir, sem líka eiga að vera reglur fyrir stjórn ríkisins og stjórnfræð- ina. Ríkíð er riki hins ytra rjettlætis, en hið ytra rjett- læti getur elcki átt sjer stað án innra rjettlætis, án trú- ar og siðgæða, sem kenna að hlýða lögunum, ekki vegna hegningarinnar, heldur fyrir samvizkunnar sakir, sem gjöra oss hæfa til að afneita öss sjálfum, og leggja mikið í sölurnar fyrir það fjelag, sem vjer lifum í. Kristin trú, sem vill gjöra oss hæfa til að öðlast borg- arrjett í himninum, gjörir oss líka fremur en nokkuð annað hæfa til að vera sannir borgarar á jörðinni. Ef vjer útrýmum öllum kristilegum hugmyndum úr þjóð- lífinu, og sleppum því takmarki, sem kristin trú hefir vísað oss á, að hverju stefnir þá þjóðlif vort ? Er þá nokkurt takmark til fyrir þjóðfjelagið annað en það, sem Plató setti, og Spartverjar vildu framkvæma, að hver einstakur og allir samt lifðu og dæju fyrir ríkið ? En erum vjer sælli fyrir það, og er það samlcvæmara hugsunarhætti vorum? Eða eigum vjer að gjöra það, sem menn nú opt virðast gjöra, að taka hugmyndir kristindómsins, en afneita honum sjálfum, eins og þeir, sem vilja aðhyllast alla kenningu Krists, af því þeir ekki geta neitað henni, en afneita þó Kristi sjálfum?

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.