Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 26

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 26
26 Rit hins Gamla Testamentis geta ekki eiginlega frætt oss í þessu tilliti, því að ástand guðhræddra manna eptir dauðann var allt annað, áður en Kristur niðurstje til dauðraríkisins, heldur en eptir það ; verðum vjer þess vegna nær því eingöngu að halda oss til Nýja Testamentisins. En þar sem talað er um eilíftUf í því, er víða eigi auðvelt að ákveða, um hvert stig þess tal- að er; hinir helgu rithöfundar dvelja mest við aptur- komu Krists, sem þeir væntu innan skamms; ástandið milli dauðans og upprisunnar kemur því eigi glöggt fram, og þeir staðir í hinu Nýja Testamenti, er beinlínis tala um þetta ástand, eru aðeins fáir; bendingum i þessa átt bregður aðeins fyrir við og við; en þær eru þó nógar til að vísa oss leiðina. Alla þessa staði verður nú nákvæmlega að yfir- vega; en auk þess má hafa nokkra leiðbeiningu af lífs- reynslu kristins manns og hugboði hans, en að þvi verður þó varlega að fara, til þess að ritningunum sje eigi gengið of nærri. Á þennan hátt getum vjer gjört oss hugmynd um ástandið milli dauðans og upprisunn- ar, eins og það kemur fram í hinu Nýja Testamenti; en mörg verður gátan óleyst, margt verður í óvissu og ó- svarað. Árangurinn af þessum rannsóknum vorum get- um vjer nú þegar sagt að sje sá: að vjer verðum að álíta, að annað líf sje áframhald af lífi voru hjer á jörðunni, eptir náttúrlegu og óháðu framfaralögmáli, að eins öðrum skilyrðum bundið. þetta er sú grundvallar- hugmynd, sem kemur fram í ritningunni, en Ircnccus kirkjufaðir er hinn fyrsti, er heldur þessari kenningu ritningarinnar fram. Hann segir svo í riti sinu „gegn villukenningum“: ,,þ*að, sem skapað er, stendur ávallt skör lægra en það, sem ekki er skapað, ogvantarþví fullkomnunina, meira að segja: það hefir eigi hæfileg- leika til að verða fullkomið þegar í stað; það verður Á

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.