Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 23

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Page 23
23 siður annt um kristindóminn á meðal vor, en hinum öðrum merkustu biskupum þessa lands, hefir ranglega verið ámælt fyrir það, að hann vígði miður reglusöm prestaefni. Skuldin er eigi hjá honum, heldur hafa á- stæðurnar verið þær, að enga aðra hefir verið kostur á að fá. En ástand þetta er að mínu áliti sorglegt. þ'ingið hefir þegar gefið þessu mikla velferðar- máli landsins góðan róm, og er ástæða til að ætla, að það haldi því fram. Stjórnin virðist og vera viðbúin að beina þvi f sem bezt horf. Til samanburðar við þau ummæli, sem komið hafa um þetta mál frá einstökum mönnum í blöðum vorum, vil jeg bæta hjer við kafla úr ræðu, sem ráðherra á þjóðverjalandi hjelt, þá er samkynja mál var fyrir neðri deild þings. Orð þessi sýna, hvernig stjórnvitur mað- ur í öðru landi, sem hefir velferð þjóðar sinnar fyrir augum sjer, litur á þess kyns mál. Orð ráðherrans eru á þessa leið. „|>að er áríðandi fyrir alla, að þjónar kirkjunnar hafi nægilegt fyrir sig að leggja. þeir, sem gæta trú- arinnar og glæða hana, glæða andlegt líf, guðrækilega þekkingu og hugarfar, eiga heimting á þvi, að þeir sjeu öðrum fremur mikils virtir; það eru engar ýkjur þótt vjer segjum, að þeir sjeu beinlínis nauðsynlegir, til þess að viðhalda hreinleik, krapti og heilbrigði þjóðlffs vors. Einstakir menn geta, ef til vill, verið þeir gæðingar guðanna — fyrirgefið mjer, að eg hefi þessi heiðinglegu orðatiltæki — að þeir með andlegum krapti sfnum, með hugsjónum trúspekinnar, geti á vængjum skáldskaparins, eða á annan hátt, hafið sig til hinnar hæstu fullkomnunar mannlegs eðlis, og haldið henni. En jeg óttast, að allur þorri manna mundi án kirkj- unnar skjótt sökkva niður í menntunarleysi. Hin auð- ugustu blóm menntunarinnar, og útbreiðsla hennar meðal alþýðu er um fram allt að þakka kirkjunni og

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.