Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 34

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 34
34 lík var sú sýn, sem Stefán pfslarvottur og margir aðr- ir kristnir menn sáu á andláts-stundinni ? f>egar vjer nú gætum þessa, getum vjer án efa hugsað oss ástand guðhrædds deyjandi manns þannig, að náðin gagntaki, hugsvali og hrífi sálu hans algjör- lega á einu af þeim augnablikum, sem eru „eins og þúsund ár“. Með þessu er það þó enn eigi sagt, að maðurinn sje við þetta að fullu hreinsaður orðinn, eins og þeir hljóta að verða, sem lifa apturkomu drottins, og breytast á einni svipstundu. „Sá sem dauður er, hann er rjettlættur frá syndinni“, segir postulinn (Róm. 6, 7); en eigi dirfumst vjer að heimfæra hjer þessi orð eptir þeirra fullu merkingu. Hinn síðasti óvinur, sem sigrast á, dauðinn, að- skilur sálu og líkama, og heldur þeim aðskildum til dómsdags í þvf millibils-ástandi, semvegnasynd- arinnar er orðið nýr liður í alheims-skipuninni: hegn- ing og þó náð. Sál og líkami hverfur þá, hvort í sfnu lagi, niður í allífsins ómælanlega djúp, og undirbúast þar í kyrrþey, til að sameinast aptur í dýrðlegri mynd. En breytingin verður með tvennu ólíku móti: Ifkam- inn í duptinu breytist að ytra ásigkomulagi, og leys- ist fyrir manna sjónum í sundur, en framför sálarinnar á himnum er öll inn á við, til að átta sig og þekkja sjálfa sig. Líkaminn, þetta hulstur sálarinnar, rotnar og verður að dupti, svo sem vjer opt höfum sjeð ; hann leysist sundur f frumefni sín, sameinast öðrum efnum, dreifist í ýmsar áttir, svo að vjer vitum ekki einu sinni, hvar hann „blundar“. Af jörðu var hann kominn, að jörðu er hann aptur orðinn. Og engu að sfður er þetta líkamsefni, sem orðið er að dupti, sem vindurinn feykir og vatnið skolar hingað og þangað, — engu að sfður er það endurfætt í skírninni til eilífs lífs, og hefir bergt á lind ódauðleikans, sem er Jesú blóð. Hvað nú

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.