Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 6

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Blaðsíða 6
ti vel valdar, og efninu víðast hvar eðlilega skipað niður. Barnalærdómurinn er og yfir höfuð kristilegur og eptir lúterskri kenningu. Efnið er og fjölbreyttara en í hin- um eldri lærdómsbókum. það sem mjer einkum þyk- ir að barnalærdómi þessum, er það, að hann ér á sum- um stöðum ærið fáorður, og sumstaðar fremur þurr; verð jeg þessvegna að leiða í efa, að börn fái jafn- Ijósa hugmynd um sum atriði trúarinnar af barnalær- dómi þessum og af Balles lærdómsbók, þó þau að hinu leytinu verði fróðari um sumt. Vil jeg fara nokkrum orðum um hina einstöku kafia barnalærdómsins. Barnalærdómnum er skipt í 2 parta, og er trúar- lœrdómurinn í fyrra partinum, en siðalœrdómurinn í síðari partinum. Trúarlærdómur og siðalærdómur verð- ur ekki að skilinn nema í hugsaninni. Og einnig í hugsaninni eru lærdómar þessir hvor öðrum sameinað- ir. Trúin er ekki einungis sannfæring um, að Guð er, og vill umbuna þeim, sem hans leita, hún innibindur ekki einungis í sjer traust til Guðs náðar, heldur einn- ig hlýðni, eða að vilji mannsins gefi sig á vald Guðs vilja. í trúnni er þess vegna trú og siðgæði í samein- ingu. Sameiningin við Guð er það takmark, sem mað- urinn á að stefna að. þ>að getur eklci orðið, nema Guð komi fyrst til mannsins í opinberaninni og verði meðtekinn í trúnni. í trúnni er maðurinn sameinaður Guði, í siðgæðum ástundar hann að verða það. Trú og siðgæði er þess vegna engan veginn eitt og hið sama, en þó óaðgreinanlega sameinað. I vísindalegum ritum er sjálfsagt að framsetja trúarlærdóminn sjer og siðalærdóminn sjer. En í slíkri bók sem barnalærdóm- ur er, þar sem kristindómurinn allur er tekinn í eitt, þykir mjer tvísýnt, hvort slfk aðgreining er heppileg. Siðalærdómurinn getur í slíkri bók ekki orðið veruleg heild, og í barnalærdómnum kemur það einnig fram, þar sem hann endar á þvf, hvernig leikmenn eigi að

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.