Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Side 14

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1879, Side 14
14 Biskupinn yfir Islandi hefir samið stuttan leiðarvísi, til að spyrja börn úr barnalærdómi þéssum. Álít jeg það mjög heppilegt og nauðsynlegt fyrir þá, sem vilja láta börn sín læra barnalærdóminn, að kaupa hanrt, og hafa jafnframt barnalærdómnum. Væri það og mjög æskilegt, að hvert barn, sem lærir barnalærdóm- inn, kynnti sjer leiðarvísirinn, og bæri hann saman við lærdóminn. 1 leiðarvísinum er lærdómurinn mjög vel sundur liðaður, og við byrjun hvers kafla spurt vtm, „um hvað hann hljóði“. Legg jeg mikla áherzlu á það, og álít að barnafræðendur eigi ekki að láta sjer nægja, að barnið geti komið með fyrirsögnina sem svar, held- ur heimti, að það geti með fám orðum gjört grein fyrir því, sem kennt er í kaflanum. þ>á fyrst, þegar börn geta þetta, virðist mjer þau hafa ljósa hugmynd um það, sem þau hafa lært. Vegna hinna fáfróðari verð jeg að álíta, að æskilegt hefði verið, að svar hefði fylgt sumum spurningunum. Einstöku spurning- arþykja mjer eigi sem eðlilegastar t. d. þessar: „ Hvar í drottinlegri bæn er beðið fyrir öðrum?“. „Og hvar fyrir sjálfum oss?“ (128. gr.).

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.