Fylkir - 01.01.1922, Side 20

Fylkir - 01.01.1922, Side 20
20 Landbúnaðurinn. fióndi er bústólpi, bú er ltndstólpi. Arðvænlegasti, vissasti og farsselasti atvinnuvegur þessa Iands, hefir verið og er enn landbúnaðurinn. Af honum lifir meir en helmingur allra lands- búa, og að honum mun allur fjöldi fólks snúa sér þegar sjávar útvegur- inn bregst og viðskifti við útlönd versna. Astand landbúnaðarins má þekkja nokkuð af skýrslum þeirn, sem hagstof- an gefur út og sem ná til ársins 1919. En án þess að rannsaka þeirra dýrmætu upplýsingar getur hver gætinn maður séð, að iandbúnaðurinn hefur beðið ómetanlegt tjón á síðustu árum, vegna sívaxandi fólkseklu, sem stafar af aðsókn vinnufólks til kaupstaðanna, í von um léttari vinnu, hærra kaup, meira sjálfræði og meira >mentandi« samfélag á vetrum. Einnig vita gamlir menn aö sveitabúskapnum hefur að sumu leyti hnignað á síð- ustu 50 árum: Korn-millurnar, smiðjurnar og vefstólarnir eru næstum horfnir úr sveitunum, en krít eða sagi blandað mjöl, útlendir Ijáir og út- lent lín og stáss er komið í staðin, ásamt rottum, lampaspritti og alskon- ar sóttkvéikjum. Vegna smala eklu og mjalta-stúlku leysis, geta bændur óviða fært ám frá, og við það eitt tapar þjóðfelagið alt að 10 miilion pottum mjólkur og 1 million pundum smjörs á hverju ári, eða sem svarar matarforða handa 20 þúsitnd manns árlangt. Um það hugsar ekki unga fólkið, sem flykkist til kaupstaðanna í von um síldar vinnu og 2000 krónur fyrir 2—3 mánuði, og útgerðar mennirnir gera sér litla samvizku út af því, þó lítið verði um innlendan mjólkur mat, ef þeir aðeins geta fengið niðursoðna mjólk, margarín og nóg af kaffi og sykri, handa hásetum og vinnufólki sínu. En þrátt fyrir aðsóknina til kaupstaðanna og vinnufólksekluna til sveita hafa bændur ekki setið alveg aðgérða lausir. Af hagskýrslunum yfir árin 1915 til 1919 má sjá, að á þeim árum hafa sveitabændur sléttað og búið undir ræktun, 418 ha=rúmlega 1400 v. dagsláttur lands og grætt út auk þess um 300 ha rúmlega 900 v. dagsláttur túna„ hlaðið girðing- ar 56 km. langar úr steini, 65 km. langar út torfi, grafið varnarskurði 76 km. á lengd og gert vir-girðingar yfir 700 km. á lengd. Árið 1919 voru bygðir fióð-garðar 64 km. á lengd, 48000 ten.m. að rúmmáli, stíflugarðar 6 km. á lengd og 12 þús. ten.m. að rúmmáli. Alls hafa verjð byggðir á árunum 1915 til 1919: flóðgarðar 182 km. á lengd og 150 þús. ten.m. að nimmáli. Kálgarðar stækkaðir um 280 vallar dagsláttur. Vatnsveitu skurðir 0.7 til lVa m. á dýpt hafa verið gerðir á þessum ár-

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.