Fylkir - 01.01.1922, Page 54

Fylkir - 01.01.1922, Page 54
54 Bækur og bókmentir. II. þáttur. (Framh. frá V. h. »Fylkis*.) Edda. Merkasta kvæðasafn og skáldskapar-rit á íslenzku niáli, er Edda, í sínum tveimur deildum, n. I. kvæðasafnið, eignað Sæmundi fróða, og skýringar þeirra, goðafræðin og skáldskaparmál, eignuð Snorra Sturlu- syni og lærisveinum hans eða vinum. En þessi bók er enn flestum lendingum, jafnt sem útlendingum, næstum hulið mál og lítt skiljanleg; og hún verður það að líkindum, þar til jafn fjölhæfir og miklir niálfræð' ingar og jafn djúpvitrir og víðlesnir fræðimenn eins og þeir R. C. Rask, F. G. Bergmann og Hólmboe (höf. orðabókarinnar, Norsk og Sanskrit, útg- í Vínarborg 1852), hreinsa Eddu, eldri jafnt sem yngri, af málvillum, afbök- unum, munkalygum og ótal ritvillum og vitleysum, sem óprýða bæði S*' mundar Eddu og Snorra Eddu og um leið formyrkva kjarna kvæðantia og aðalhugtök, eða meining, Ásatrúarinnar. Hver, sem ber útgáfu Finns Jónssonar, kennara við háskólann í Höfu> af Sæmundar Eddu og Snorra Eddu, saman við fyrri útgáfur þessara bóka, frá því er Árna Magnússonar nefndin (Arna-Magnea Commissio) út Sæmundar Eddu og Snorra Eddu með orðaskýringutn á íslenzku og og þýðingu á latínu í byrjun 19. aldar, til þess er þeir G. Vigfússon oé Powell á Bretlandi, Sophus Bugge í Noregi og Hugo Gering á Þýzka' landi, gáfu Eddu út með nákvæmum orðamun og orðaskýringum, verðnr þess fljótt var, að Edda hefur ekki stórum batnað í þessara mann* höndum. Engin hinna nýnefndu útgáfna er nándar nærri eins vönduð eins oí Árna Magnússonar nefndar útgáfan. Til dæmis, er niður-röðun kvæðanna * nýrri útgáfum ekki eins skipuleg eins og í útgáfu Rasks fyrir hundr«ð árum síðan. f útgáfum Fínns Jónssonar reka afbakanir, ritvillur óg málvillur hve' aðra, svo að kvæðin verða enn torskildari en í fyrri útgáfum. Til dæn"®1 lætur F. J. Gróttu-saunginn (F. J. ritar Oróttasöngr) byrja þannig: »Nú erum koinnar til konungs húsa, framvísar tvær, Fenja og Menja, Pær ru at Fróða Friðleifssonar mátkar meyjar at mani hafðar.< Eins og Fenia og Menia, kvæðu sjálfar þetta erindi, en ekki skáld^ (iiinn svonefndi ^PuIur*), sem orti kvæðið.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.